is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37552

Titill: 
  • Ræktun Rhodothermus marinus á ýmsum kolefnisgjöfum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Rhodothermus marinus er hitakær baktería sem fyrst var einangruð úr neðansjávarhver í Ísafjarðardjúpi en kjörhitastig bakteríunnar er 65°C. R. marinus hefur vakið athygli fyrir hitaþolin ensím sem hún framleiðir en slík ensím eru eftirsótt til notkunar í iðnaði af ýmsu tagi og í rannsóknum. Þar að auki framleiðir bakterían karótenóíð litarefni sem eru eftirsótt í iðnaði. Markmið þessa verkefnis var að kanna getu R. marinus til að vaxa á ýmsum kolefnisgjöfum, meðal annars sellulósa, xylósa og xylani. Xylósi er algeng einsykra í náttúrunni og sellulósi og xylan eru jafnframt algengar fjölliður. Samtals var prófað að rækta bakteríuna á 13 kolefnisgjöfum. R. marinus óx best á æti með xylani en óx lítillega á uppleysanlegum sellulósa (CMC). Enginn vöxtur kom fram á öðrum sellulósaætum. Að auki voru bakteríurnar Acidothermus cellulolyticus, Caldicellulosiruptor bescii og Thermobifida fusca ræktaðar og erfðaefni úr þeim einangrað en þessar bakteríur brjóta allar niður sellulósa. Í framhaldi af þessu verkefni væri hægt að rækta R. marinus á sífellt vaxandi xylósastyrk og athuga hvort bakterían gæti aðlagast að því að nýta xylósa sem kolefnisgjafa. Enn fremur mætti skeyta sellulasagenum úr A. cellulolyticus, C. bescii og T. fusca inn í erfðamengi R. marinus og gera henni þannig kleift að brjóta niður og vaxa á sellulósa. Þar með væri hægt að rækta bakteríuna á kolefnisgjöfum sem eru algengir í náttúrunni en það gæti stuðlað að áframhaldandi nýtingu bakteríunnar og afurða hennar í iðnaði og rannsóknum af ýmsu tagi.

  • Útdráttur er á ensku

    The thermophilic bacterium Rhodothermus marinus was originally isolated from a submarine hot spring in Ísafjarðardjúp bay in Iceland. The optimum temperature for growth of the bacterium is 65°C and R. marinus has caught researchers‘ interest because of its production of thermostable enzymes and carotenoids. Both thermostable enzymes and carotenoids are important in the industry. The objective of this project was to examine the ability of R. marinus to grow on different carbon sources. Three of the carbon sources were cellulose, xylose and xylan, which are all common in nature. R. marinus grew best on medium with xylan and grew slightly on carboxymethylcellulose (CMC) but not at all on other cellulose media. Cellulolytic bacteria of the species Acidothermus cellulolyticus, Caldicellulosiruptor bescii and Thermobifida fusca were also cultivated and DNA was isolated from their cells. Subsequently, R. marinus can be cultivated on media with increasing xylose concentrations to try to adapt it to using xylose as a carbon source. As A. cellulolyticus, C. bescii and T. fusca grow on cellulose, it would be interesting to obtain their cellulase genes and insert them into the genome of R. marinus. This could enable R. marinus to grow on cellulose. The ability to grow on both xylose and cellulose, which are common in nature, could contribute to the use of R. marinus and its products in further research and as well as in the industry.

Samþykkt: 
  • 28.1.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37552


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
bsritgerd-vedishelgadottir-2021.pdf632.55 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing-vedishelgadottir.pdf12.66 kBLokaðurYfirlýsingPDF