Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/37553
Lestur er mikilvæg forsenda þess að vera virkur þátttakandi í nútíma samfélagi. Mikilvægt er að kennsla sé markviss frá unga aldri. Það hvernig lestrarkennslu er háttað skiptir miklu máli í því hvernig einstaklingum tekst að ná tökum á lestri. Dæmi um góða kennsluaðferð er stýrð kennsla Engelmanns og fimiþjálfun. Þær eru raunprófaðar og rannsóknir hafa sýnt að þær virka vel fyrir almenna lestrarkennslu en einnig fyrir nemendur sem dregist hafa aftur úr í lestri. Í stýrðri kennslu fylgir kennari handriti með verkefnum sem tengjast hljóðun stafa, lestur stuttra orða og lengri texta svo dæmi séu tekin. Upphafsmaður aðferðarinnar telur að öll börn geti lært og er það aðferðinni að kenna ef barnið nær ekki tökum á námsefninu. Í fimiþjálfun er áhersla lögð á að byggja upp fimi í færni sem nemandi hefur náð fullum tökum á. Í því samhengi er fimi skilgreind sem hegðun sem er hröð, nákvæm og áreynslulaus. Markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif þessara tveggja raunprófuðu aðferða á lestrarfærni 12 ára drengs með einhverfu og athyglisbrest með ofvirkni. Niðurstöður sýndu aukna færni þátttakandans í að hljóða lágstafi og þekkja þá í sundur. Í upphafi rannsóknar hafði hann fulla færni í 14 stöfum en í lok rannsóknar voru þeir orðnir 24. Þetta sýnir fram á áhrif stýrðrar kennslu og fimiþjálfunar.
Efnisorð:
Stýrð kennsla Engelmanns
Fimiþjálfun
Lestrarkennsla
Einhverfa
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Æfingin-skapar-meistarann - með skemmuforsíðu.pdf | 1,21 MB | Open | Complete Text | View/Open | |
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna - skemma.pdf | 234,15 kB | Locked | Declaration of Access |