is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37555

Titill: 
  • Áhrif núvitundarmiðaðrar hugrænnar meðferðar á núvitundarfærni og tengsl þess við grufl og vanabundna neikvæða hugsun hjá fólki með fyrri sögu um endurtekið þunglyndi: Slembivals-rannsókn
  • Titill er á ensku The effect of Mindfulness-Based Cognitive Therapy on mindfulness-skills and its association with rumination and habitual negative thinking in individuals with a history of recurrent depression: A randomized controlled trial
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Núvitundarmiðuð hugræn meðferð (MBCT) hefur reynst vel við að draga úr líkum á endurteknum þunglyndislotum og við að auka núvitundarfærni. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort draga myndi úr kvíða- og þunglyndiseinkennum í kjölfar meðferðarinnar meðal þátttakenda með sögu um þunglyndislotur, samhliða aukinni núvitundarfærni og breytingum í grufli og vanabundnum neikvæðum hugsunum. Þátttakendum sem áttu sögu um að minnsta kosti þrjár fyrri þunglyndislotur (N = 101) var skipt með lagskiptri tilviljunaraðferð í átta vikna núvitundarmiðaða hugræna meðferð (n = 49) eða biðlista á sama tíma (n = 52). Í lok meðferðar voru 38 þátttakendur í meðferðarhópi og 46 í biðlistahópi. Þátttakendur voru bornir saman á sjálfsmatskvörðum í upphafi og lok meðferðar eða biðtíma. Fylgni undirflokka núvitundarfærni við breytingar á þunglyndis- og kvíðaeinkennum var skoðuð í öllu úrtakinu þegar biðlistahópur hafði lokið meðferðinni. Þunglyndis- og kvíðaeinkenni minnkuðu og núvitundarfærni jókst í lok meðferðar en ekki biðtíma. Meðferðin dró ekki marktækt úr grufli eða vanabundnum eiginleikum neikvæðra hugsana. Fylgni fannst milli minni þunglyndiseinkenna og aukningar í núvitundarfærni en ekki milli minni kvíðaeinkenna og vaxandi núvitundarfærni. Meðferðin eykur núvitundarfærni og dregur úr kvíða- og þunglyndiseinkennum meðal fólks með fyrri sögu um endurteknar þunglyndislotur. Aukin núvitundarfærni virðist ekki draga úr þeim hugrænu næmisþáttum sem skoðaðir voru.
    Efnisorð: Núvitundarmiðuð hugræn meðferð, þunglyndi, núvitund, hugrænir næmisþættir.

Samþykkt: 
  • 29.1.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37555


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing fyrir skemmu.jpg57.63 kBLokaðurYfirlýsingJPG
Lokaskil-Inge-Sól-og-Snædís-Ósk.pdf670.3 kBLokaður til...29.01.2031HeildartextiPDF