is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37558

Titill: 
  • "Að nýta tækifærið" á tímum Covid-19. Rannsókn á hvötum og upplifun íslenskra háskólanema á ferðalagi innanlands sumarið 2020
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Heimsfaraldurinn sem veldur Covid-19 hefur haft gríðarleg áhrif um allan heim og ekki síst á ferðaþjónustu og ferðamennsku. Hér á Íslandi fækkaði erlendum ferðamönnum um 90% yfir sumarmánuðina 2020 miðað við árið áður en ferðatakmarkanir stjórnvalda um allan heim hafa meðal annars skert hreyfanleika ferðamanna en hreyfanleiki er undirstaða ferðamennsku. Erfiðara hefur reynst að ferðast á meðan heimsfaraldur gengur yfir og fólk kýs frekar að ferðast nær heimahögum í öruggu umhverfi. Ef fólk kýs að ferðast þá geta hvatar þeirra til ferðalaga verið mjög ólíkir og það sama má segja um upplifun fólks, enginn upplifir hluti á nákvæmlega sama hátt, þess vegna geta upplifanir ferðamanna verið jafnólíkir og þeir eru margir. Rannsókn sem var framkvæmd árið 2019 gaf til kynna að Íslendingum finnist alla jafna vera of dýrt að ferðast á Íslandi og fjöldi erlendra ferðamanna er of mikill. Þessi ritgerð snýr að því að skoða hvata og upplifun íslenskra háskólanema til ferðalaga innanlands sumarið 2020 á tímum þegar heimsfaraldur gengur yfir. Rannsóknarspurningarnar eru tvær, Hver var upplifun háskólanema á ferðalagi sumarið 2020 á tímum heimsfaraldurs? og Hverjir voru hvatar háskólanema til ferðalaga innanlands sumarið 2020? Og verður reynt að svara þeim með gögnum sem aflað var með eigindlegum rannsóknaraðferðum en tekin voru fimm viðtöl við fimm háskólanema sem höfðu ferðast innanlands. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að helstu hvatar einstaklinga til ferðalaga innanlands voru verðlag og hæfilegur fólksfjöldi á ferli. Flestir viðmælendurnir þráðu að brjóta upp hversdagsleikann og komast í burtu. Fjöldi ferðamanna á heimsóttum stöðum virtist skipta miklu máli en því færri ferðamenn, því betri var upplifunin.

  • Útdráttur er á ensku

    The pandemic caused by Covid-19 has had a huge impact all over the world, especially on tourism. The travel restrictions set in place by many governments around the world have affected everyone’s mobility, but mobility is the foundation of tourism. It’s been more difficult to travel to desired destinations and people tend to travel closer to home in a safe environment. If people choose to travel, their motivation to do so can vary widely, that can also be said about the tourism experience, no one experiences things exactly the same. Research conducted among Icelanders in 2019 indicated that they generally find it too expensive to travel in Iceland and the number of tourists in Iceland is too high. This thesis will be focusing on looking at the motivation and the experience of local university students traveling in Iceland in the summer of 2020 during a pandemic. The research questions are twofold, What was the experience of university students travelling in the summer of 2020 during a pandemic? and What were the motivational factors of university students for domestic travel during the summer of 2020? Attempts will be made to answer these questions with a data obtained using qualitative research methods, five interviews were conducted with five university students who had traveled domestically. The result of the study shows that the main motivation for travelling domestically was it was cheaper than usual along with fewer tourists around. Another motivation was that the interviewees found the need to escape the mundane of everyday life. The number of tourists in the places visited seemed to matter a lot were fewer tourists equalled a better experience.

Samþykkt: 
  • 29.1.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37558


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bs ritgerðin.pdf430.68 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysingin.pdf217.9 kBLokaðurYfirlýsingPDF