is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37562

Titill: 
  • ,,Íslenski hesturinn er mitt tjáningarform við umheiminn og minn tilgangur í lífinu" Gildi hestamennsku fyrir atvinnumenn í hestaíþróttum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Hlutverk íslenska hestsins hefur tekið talsverðum breytingum frá því að hann fyrst kom til landsins með landnámsmönnum. Alla tíð hefur hann þó verið órjúfanlegur hluti af sögu og menningu íslensku þjóðarinnar. Nú á tímum er hópur fólks sem hefur atvinnu af hestamennsku, með því að rækta hross, temja, þjálfa, kaupa og selja, bæði hér á landi og víðs vegar um heiminn. Íslenski hesturinn er þannig mikilvæg tekjulind fyrir þann hóp fólks sem hefur gert hestamennsku að atvinnu sinni. Í þessari rannsókn er sjónum beint að því gildi sem hestamennskan hefur fyrir atvinnumenn í hestaíþróttum. Þeir gegna mikilvægu hlutverki í því að vekja athygli á íslenska hestinum á erlendri grundu og þannig laða ferðamenn til Íslands. Þess vegna er mikilvægt að rannsaka hvað það er sem gerir það að verkum að fólk ákveður að helga sig hestaíþróttinni og gera hana að ævistarfi sínu. Markmið þessarar rannsóknar er að athuga hvernig hestamennskan getur haft mismunandi gildi fyrir atvinnumenn í hestaíþróttum. Framkvæmd var eigindleg rannsókn með þátttöku fjögurra íslenskra atvinnumanna í hestaíþróttum. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að íslenski hesturinn hefur mjög mikið tilfinningalegt gildi fyrir atvinnumennina sem rætt var við og enn fremur kom í ljós að íslenski hesturinn hefur félagslega þýðingu þar sem atvinnumenn í hestaíþróttum kynnast öðrum í sömu stöðu og líta á hestinn sem náinn vin.

Samþykkt: 
  • 29.1.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37562


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS - Dagmar Øder Einarsdóttir.pdf503.53 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing - Dagmar.pdf201.31 kBLokaðurYfirlýsingPDF