Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37566
Ísland er að ganga í gegnum þriðju orkuskiptin sín og árið 2030 verður, ef áætlanir ganga eftir, bannað að flytja inn bíla sem ganga einungis fyrir jarðefnaeldsneyti. Orkuskipti í samgöngum þýðir að mikil endurnýjun mun vera á bílaflota landsins á næstu árum ásamt aukinni uppbyggingu hleðslustöðva fyrir rafbíla. Fjöldi ferðamanna hefur aukist gríðarlega á seinustu árum og kallar það á aukinna eftirspurn eftir bílaleigubílum. Endursala á bílaleigubílum er algeng hér á Íslandi og eiga bílaleigur um 40% af nýskráningu af innfluttum bílum. Loftslagsmál hafa verið mikið í umræðunni á seinustu árum vegna hlýnun jarðar og spilar þar útblástur gróðurhúsalofttegunda stóran part. Í ritgerðinni verður skoðað hvað stendur í vegi fyrir eða ýtir undir frekari rafbílavæðingu hjá bílaleigum á Íslandi. Í rannsókninni voru tekin fimm viðtöl, þrjú af viðtölunum voru tekin við bílaleigur og tvö við fyrirtæki sem koma að uppbyggingu hleðslustöðva.
Eftir viðtölin voru niðurstöðurnar teknar saman en þær sýndu að eins og staðan er í dag þá virðist vera störukeppni milli bílaleiga og aðila sem koma að uppbyggingu hleðslustöðva um hverjir eiga að koma á undan, bílaleigur með rafbíla eða fleiri hleðslustöðvar fyrir rafbíla. Einnig leiddu niðurstöður í ljós að eftirspurn og áhugi hjá erlendum ferðamönnum fyrir rafbílum er lítill sem enginn en líka að markaðurinn muni líklega ýta bílaleigum sjálfkrafa út í rafbílavæðingu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ólafur Ægir Jökulsson BS ritgerð print.pdf | 571.01 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
BS yfirlýsing ólafur ægir.pdf | 62.69 kB | Lokaður | Yfirlýsing |