is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37567

Titill: 
  • Áhrif gjósku á gróðurvistkerfi í Steinadal
  • Titill er á ensku Effect of tephra on vegetation ecosystem in Steinadalur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Núverandi samsetning íslenskrar flóru hefur verið í mótun frá lokum síðustu ísaldar. Umhverfisbreytingar af völdum loftslagsbreytinga, aðkomu manna og náttúruafla líkt og eldgosa hafa mótað þau gróðurvistkerfi sem hér er að finna. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða hvaða áhrif tvö gjóskulög höfðu á gróðurvistkerfi í Steinadal í Suðursveit ásamt því að ræða aðra þætti sem hafa haft áhrif. Gjóskulögin eru úr Öræfajökli 1362 og Veiðivötnum 1477. Við rannsóknina var beitt fornvistfræðilegum aðferðum og frjókornasýni úr jarðvegskjarna voru greind til að fá mynd af vistkerfinu í kringum gjóskulögin tvö. Gögn um eðliseiginleika jarðvegsins voru einnig notuð til að fá upplýsingar um umhverfisbreytingar. Samkvæmt frjókornagreiningunni var gróðurvistkerfið á svæðinu skógar- eða kjarrlendi sem er ekki ósvipað aðstæðum þar í dag. Einhverjar umhverfisbreytingar áttu sér stað á tímabilinu sem var skoðað og höfðu gjóskulögin áhrif á gróðurvistkerfið en þó ekki langvarandi. Áhrif gjóskulaganna tveggja koma fram á mismunandi hátt í gögnunum og viðbrögð tegunda eru ekki þau sömu. Mismunandi gerð gjósku og mismunandi árstíðir sem gjóskuföllin eiga sér stað í gætu hafað átt þátt í þessum mismuni. Hægt er að greina aukið rofefni í jarðvegi eftir gjóskuföllin en þar eru líkur á að áhrif af völdum gjósku og kólnandi loftslag hafi verkað saman. Ekki er hægt að útiloka að aðrir áhrifaþættir líkt og áhrif mannsins hafi einnig haft áhrif á svæðinu. Niðurstöðurnar benda til þess að gróðurvistkerfið hafi verið vel í stakk búið til að jafna sig eftir rask af völdum mikillar gjósku.

  • Útdráttur er á ensku

    The current composition of Icelandic flora has been in development since the end of the last ice age. Environmental changes caused by climate change, human involvement and natural events, such as volcanic eruptions, have shaped the local vegetation ecosystems. The aim of this study was to examine the effects of two tephra layers on the vegetation ecosystem in Steinadalur in Suðursveit, as well as to discuss other factors that have had an impact upon it. The tephra layers were deposited by the 1362 Öræfajökull eruption and the 1477 Veiðivötn eruption. Paleoecological methods were used in the research and pollen samples from the soil core were analyzed to provide a representation of the ecosystem around the two tephra layers. Data on the physical properties of the soil were also used to obtain information on environmental changes. According to the pollen analysis, the area was characterized by a forest or scrubland ecosystem, which is not unlike the situation present there today. Some environmental changes did take place during the examined period and the tephra layers did affect the vegetation ecosystem, but only for a limited amount of time. The effects of the two tephra layers appear in different ways in the data and the reaction of the flora varies from species to species. The different types of tephra and the different seasons in which the volcanic eruptions occurred may have contributed to these differences. Increased erosive material can be detected after the eruption events but it is likely that this is due to the combined effect of the tephra and the cooling climate. It cannot be ruled out that other factors, such as human influence, have also affected the area. The results indicate that the vegetation ecosystem was well equipped to recover from the disruption caused by the heavy tephra deposition.

Samþykkt: 
  • 29.1.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37567


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS Laufey Rún Þorsteinsdóttir.pdf1.74 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing undirskrifuð.pdf12.34 kBLokaðurYfirlýsingPDF