is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3756

Titill: 
  • Viðhorf nemenda og kennara á unglingastigi til málfræði : eigindleg rannsókn gerð á tíu unglingum og tveimur kennurum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknarritgerð þessi er unnin sem lokaverkefni til B.Ed. gráðu á kjörsviðinu íslenska við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið vorið 2009. Markmið með henni var að kanna viðhorf unglinga og kennara til málfræði. Viðtöl voru tekin við tíu nemendur, fimm í 9. bekk og fimm úr 10. bekk og kennara þeirra í íslensku. Eigindleg rannsóknaraðferð var notuð en ég taldi það hentuga leið til þess að ná vel til nemendanna. Ræddi við einn viðmælanda í einu, taldi þá tjá sig frjálslegar þannig en ef þeir væru allir saman.
    Niðurstöður sýndu að viðhorf nemenda til málfræðinnar eru nokkuð neikvæð, flestum þeirra fannst hún leiðinleg og flókin. Þau segja að það séu of mörg atriði eða hugtök sem þau þurfi að kunna og þekkja. Hvað varðar kennarana þá telja þeir að minnka mætti vægi hljóðfræði og setningafræði í grunnskólum, bæta mætti einum tíma á viku við bókmenntir og lestur á almennum textum þannig að nemendur læri málfræði samfara því. Sagnorðin koma oftast verst út hjá nemendum og telja kennararnir ástæðuna vera of mörg hugtök sem þar koma fyrir.
    Lykilorð: Eigindlegar rannsóknir.

Samþykkt: 
  • 29.9.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3756


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LindaRitgerdin NOTA 2.pdf247.83 kBLokaðurHeildartextiPDF