is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3757

Titill: 
 • Áhugi og vilji er allt sem þarf : útikennsla sem kennsluaðferð
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Útikennsla er kennsluaðferð sem hefur rutt sér til rúms hér á landi síðustu árin og býður hún upp á tækifæri til þess að auka við fjölbreytni í kennslu. Samþætting námsgreina er líka eitt af því sem tíðkast hefur í skólum síðustu árin þar sem auðvelt er að taka tillit til getu hinna ólíku nemenda en það er einmitt einn af kostum útikennslu.
  Eitt að því sem ítrekað er farið yfir með kennaranemum er hversu nauðsynlegt er að nálgast viðfangsefnið á fjölbreyttan hátt því nemendur eru mismunandi og hafa misjafnar þarfir. Kennslan þarf að vera sem heildstæðust og tengjast reynslu nemenda. Þegar kennslan er færð út fyrir skólastofuna fá nemendur að upplifa tilgang þess sem þeir eru að læra um, þeir tengjast náminu beint sem dýpkar skining þeirra á viðfangsefninu.
  Við urðum varar við það í vettvangsnámi okkar að fremur fáir kennarar nýttu sér útikennslu reglulega og vakti það forvitni okkar á að vita hverju það sætti. Þar sem við kynntumst útikennslu í náminu og urðum mjög hrifnar af henni ákváðum við að kanna hvort það sem fræðimenn hafa sagt í gegnum tíðina tengdist á einhvern hátt útikennslu, hvernig umfjöllun í Aðalnámskrá væri um hana og kanna hvort kennarar beyttu útikennslu sem kennsluaðferð.
  Við gerð lokaritgerðar okkar ákváðum við að hafa bæði fræðilega umfjöllum ásamt því að útbúa verkefni sem hægt er að vera með í útikennslu til að sýna hversu einfalt er að útbúa þau. Í fræðilega hlutanum tókum við viðtöl við nokkra kennara, bæði þá sem stunda útikennslu reglulega og þá sem eru ekki með útikennslu til að fá fram viðhorf beggja hópanna, ásamt því að kanna betur hvað fræðimenn og Aðalnámskrá segðu um þessa kennsluaðferð.
  Tilgangur okkar með þessari lokaritgerð er að sýna fram á að útikennsla sem kennsluaðferð er mjög góð viðbót við þær kennsluaðferðir sem fyrir eru. Það að nota útikennslu er ekki meiri vinna en við venjulega kennslu og það er ekki mikið mál að meta útikennsluna. Það er von okkar að einhver eigi eftir að nýta sér hana og nota verkefnin í skólastarfi sínu.
  Lykilorð: Útinám, nærumhverfi.

Samþykkt: 
 • 29.9.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3757


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
arf_fixed.pdf2.3 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna