is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37582

Titill: 
  • Hugsýnalist : heilög hlutfallafræði og listsköpun sem andleg iðkun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um listsköpun sem andlega iðkun. Með hugmyndum heilagrar hlutfallafræði verður leitast við að skýra tengingu hins andlega við hið sjónræna með spurningum á borð við: Hvernig hafa hinir ýmsu menningarheimar miðlað trúarlegum og andlegum hugtökum í gegnum tíðina? Við skoðum hvernig verið er að miðla sambærilegum hugtökum í dag og höfum til hliðsjónar sjónarmið og ákveðin verk bandarísku listamannanna Alex og Allyson Grey. Samfélög sem byggja andlega iðkun sína á listsköpun og list eru einnig skoðuð í þessu samhengi. Við kynnumst hugmyndafræði hugsýnalistar (e. visionary art) þar sem innri sýnir eru túlkaðar á myndrænan hátt. Þá verður skoðað hvernig mynstur heilagrar hlutfallafræði birtast listamönnum, stuðst við ýmsar rannsóknir úr taugavísindum og gert grein fyrir þeim leiðum sem listamenn nota til að nálgast sínar innri sýnir.
    Fólk er sífellt að leita nýrra leiða til að komast í andlegt jafnvægi en sjaldanst er þó talað um listsköpun sem andlega iðkun. Með ritgerðinni verður skoðað hvernig sálfræðingar hafa með rannsóknum sínum sýnt fram á hversu öflugt tól listin geti verið fyrir geðheilsu fólks og að listsköpun sé í raun frábær leið til að nálgast andlegt jafnvægi. Að lokum eru mörk myndlistar og grafískrar hönnunar skoðuð með tilliti til hvernig þau mást út þegar formfræði og miðlun upplýsinga blandast saman. Eru hugtök eins og „sjónlistir” eða “skynlistir” betur til þess fallin að lýsa verkum sem erfitt getur reynst að skilgreina sem annað tveggja; grafísk hönnun eða myndlist?

Samþykkt: 
  • 1.2.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37582


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
gabrielbachmann_hugsynalist_ritgerdBA_2020.pdf1.5 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna