Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37587
Í rannsókn þessari rýni ég í eigin hugmyndir og viðhorf til kennslu í tengslum við námskeið sem ég kenndi haustið 2020. Þá skoða ég hvaðan hugmyndir mínar og viðhorf spretta og tengi við hugmyndir bell hooks, Hannah Arendt, Paulo Freire, John Dewey og Þórbergs Þórðarsonar auk annarra. Í Suðursveit, þar sem ég er uppalin, var það talið aulaskapur að líta ekki í eigin barm eða leita langt yfir skammt og þeim hugleiðingum dreifi ég með mismunandi tengingum í skrifunum. Í verkefninu hef ég aðferðir starfendarannsókna og listrannsókna að leiðarljósi við að skoða eigin rann sem kennari og listamaður. Ég leitast við að tengja saman þá þætti sem hafa reynst mér vel bæði í leik og starfi og þannig „stoppa ég í” mína eigin samþættu starfskenningu. Í gegnum verk mín gefst lesandanum tækifæri til þess að skoða þætti sem eru mikilvægir fyrir ferli og samskipti og það er þar sem ég kem til með að veltast um með nemendum mínum. Með því að rækta góð samskipti og einhverskonar framgang en ekki framleiðslu. Það er þess konar ferli sem nútíminn þarf á að halda. Þar sem afleiðingarnar eru skoðaðar og rökhugsun er beitt á umbreytandi hátt með flakkandi hugsun, útsjónarsemi og nýtni í forgrunni. Ég notaði tækifærið til að læra í gegnum að framkvæma með mínar hugmyndir og reynslu að leiðarljósi, á sama tíma og ég var að taka mín fyrstu skref í kennslu í grunnskóla. Þessi nálgun gerði mér kleift að taka skýra afstöðu með mikilvægi þátttöku og með því hversu dýrmætt það er að börn haldi áfram að láta sig óra fyrir einhverju eða ímynda sér. Það á við í allri sköpun en líka í því að sjá hlutina fyrir sér sem tengist svo inn á fleiri þætti sem eru flokkaðir sem eftirsóknarverð hæfni; útsjónarsemi, nýtni, góð samskipti, traust og trú á eigin getu. Það er svo með tilraunum og vinnu í ferli og leik sem ég kýs að takast á við að þjálfa nemendur mína í því að staðna ekki í hugsun og skilja mikilvægi þess að vera skynugur og ólatur við umsnúning eða að fara út af gamalkunnu slóðinni sé hún dottin úr samhengi við heiminn.
In this research project I examine my own ideas and attitudes towards teaching in regard to the course I taught in autumn 2020. I inspect where my ideas and attitudes come from, and connect them with bell hooks, Hannah Arendt, Paulo Freire, John Dewey, Thórbergur Thórdarson, and others. In Sudursveit, in the South of Iceland, where I grew up, a lack of self-scrutiny was considered foolish, and the same adhered to go looking for what is right under your nose, and in my writing, I disseminate these considerations with various connections. I have relied on the methodology of action research and artistic research in this project to examine myself as a teacher and artist. I seek to connect those aspects that have benefited me both in work and play, and so I “stitch” my own integrated work theory. Through my works, the reader is offered the opportunity to look at aspects that are important to facilitate processes and communication, and that is where I will dwell with my students. By nurturing good communication and developing some sort of progression but not production. It is this sort of processes that our times need; where the consequences are scrutinised, and rational thought is used in transformative ways with nomadic thought, resourcefulness, and efficiency at the forefront. I used the opportunity to learn through doing, guided by my ideas and experience, while I also take my first steps as an elementary school teacher. This approach made it possible for me to take a clear stand with important participation and with the importance of children being allowed to continue to dream and imagine. This adheres to all creativity, but also the ability to envision things that then relate to other aspects that are categorised as desirable skills, resourcefulness, efficiency, good communications, trust, and belief in one’s own ability. I choose to use experimentation and working through process and play to train my students in not stagnating in thought and to understand the importance of being perceptive and persevere in inversion or straying away from the path well-travelled, if it has fallen out of context with the world.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
2020_Veltingur_HJ.pdf | 1,08 MB | Opinn | Skoða/Opna |