is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37589

Titill: 
  • Mat á umferðatíma verkefna á verkstæði Fjölskyldu-og húsdýragarðsins
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessa verkefnis var að meta umferðatíma verkefna á verkstæði Fjölskyldu-og Húsdýragarðsins. Markmið verkefnisins var að niðurstöður þess myndu gagnast Fjölskylduog Húsdýragarðinum við mat á næstu skrefum í átt að styttri umferðatíma. Umferðatími verkefnis er sá tími frá því að framleiðsla hefst og þar til framleiðsla er búin. Umferðatími verkefna á verkstæði Fjölskyldu-og Húsdýragarðsins var oft mikill og verkefni áttu það til að vera ekki klárað fyrir tilsettan tíma. Það mátti rekja til nokkurra vandamála sem fyrirfinnast á verkstæðinu, en þeim má skipta í þrjá flokka, aðstöðuvandamál, birgðavandamál og stjórnunarvandamál. Rót flestra þessara vandamála mátti rekja til óskipulags, en óskipulag var á birgðum og aðföngum verkstæðisins. Það tók langan tíma að finna verkfæri, þau voru oft ekki á sínum stað, birgðir tóku upp gólfpláss og vinnusvæði var óþrifalegt. Stjórnunarvandamálin má einnig rekja til óskipulags því of mörg verkefni voru í gangi í einu, það vantaði upp á samskipti milli starfsmanna og hlutverk verkstæðisins var óljóst. Öll þessi vandamál auka umferðatíma á einhvern hátt. Niðurstöður þessa verkefnis sýna að með aðferðum iðnaðarverkfræðinnar má bæta umferðatíma verkefna á verkstæði Fjölskyldu-og Húsdýragarðsins til muna. 5S, aðferð straumlínustjórnunar, er kjörið tækifæri til umbóta fyrir aðstöðuvandamál verkstæðisins og myndi spara mikinn tíma sem fer í óþarfa vinnu. Til að 5S hafi sem mest áhrif er mikilvægt að líta á stjórnunar-og birgðavandamálin fyrst, því án þess að leysa úr þeim er líklegt að allt falli í sama farið aftur eftir umbætur.

  • Útdráttur er á ensku

    The topic of this thesis was to assess the cycle time of projects done by the Reykjavik Family Park and Zoo’s maintenance shop. The main goal was to help the Park to assess which steps to take in order to reduce the cycle time. Cycle time is the time it takes from start of production until production is done. The cycle time for projects done by the maintenance shop was too long and sometimes projects weren’t finished on time. The reason for this was traced to a few problems in the maintenance shop. They can be split up into three categories, layout problems, supply problems and management problems. The root cause for most of these problems could be traced to disorganization. Finding tools took a long time, they weren’t in the right places, supplies took up floor space and the workplace was dirty. The management problems could also be traced to disorganization because the shop was working on too many projects, communication between employees wasn’t good and the shop’s function was unclear. All these problems affect the cycle time in some way. The results indicate that with industrial engineering methods the cycle time of projects done by the Park’s maintenance shop can be greatly improved. 5S, a lean method, is an ideal reform opportunity for the layout problems and it would reduce the time spent doing unnecessary work. For 5S to have as much impact as possible it is important to look at the supply and management problems first because without solving them it is likely that any reform would turn back to the way it was.

Samþykkt: 
  • 2.2.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37589


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni-Pétur Gunnarsson.pdf1.82 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Meðferð lokaverkefnis.pdf421.51 kBLokaðurYfirlýsingPDF