is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Lýðheilsuvísindi >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37599

Titill: 
  • Vitræn endurhæfing með markvissri hreyfingu fyrir fólk með geðrofssjúkdóma: Slembin íhlutunarrannsókn
  • Cognitive remediation with physical exercise for people with psychotic disorders: A randomized controlled trial
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Inngangur: Vitræn skerðing er eitt af megineinkennum geðrofssjúkdóma og hefur mikil áhrif á færni í daglegu lífi. Vitræn endurhæfing og markviss hreyfing eru hvor fyrir sig árangursríkar aðferðir til að draga úr vitrænni skerðingu og geðrænum einkennum og auka færni í daglegu lífi hjá þeim sem greinast með geðrofssjúkdóma. Fáar rannsóknir hafa hins vegar sameinað þessi tvö meðferðarform. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort áhrif vitrænnar endurhæfingar á vitræna getu, neikvæð einkenni og færni í daglegu lífi hjá einstaklingum með geðrofssjúkdóma væru meiri ef markvissri hreyfingu væri bætt við.
    Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var slembin íhlutunarrannsókn þar sem 21 þátttakanda sem greindur var með geðrofssjúkdóm og sótti meðferð á endurhæfingargeðdeildum Landspítala á árunum 2018-2019 var handahófskennt raðað í tvo hópa. Annar hópurinn fékk vitræna endurhæfingu (n=11) en hinn fékk vitræna endurhæfingu ásamt hreyfingu (n=10). Vitræn geta, neikvæð einkenni, og færni í daglegu lífi voru metin fyrir og eftir meðferð sem og fimm mánuðum eftir inngrip.
    Niðurstöður: Framfarir við mælingar á getu til að setja sig í spor annarra, yrtu minni, færni í daglegu lífi og lífsgæðum komu fram hjá báðum hópum eftir meðferð. Í samanburði við hópinn sem fékk einungis vitræna endurhæfingu, þá bætti hópurinn sem einnig stundaði hreyfingu sig marktækt meira í félagsskilningsþættinum greiningu á andlitssvipbrigðum (p<0,05, N² =0,294).
    Ályktun: Niðurstöðurnar staðfesta fyrri rannsóknir á gagnsemi vitrænnar endurhæfingar fyrir fólk með geðrofssjúkdóma og benda til þess að hreyfing geti gagnast sem viðbótarmeðferð.
    Lykilorð
    Geðklofi; félagsskilningsþjálfun; vitræn geta; færni í daglegu lífi; lífsgæði; neikvæð einkenni; endurhæfing.

Samþykkt: 
  • 8.2.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37599


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni.pdf2,98 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
20210208T090245.pdf312,2 kBLokaðurYfirlýsingPDF