is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37600

Titill: 
  • Áhrif opinna vinnurýma á skynjaða framleiðni og velferð þekkingarstarfsmanna: Kerfisbundin skoðun fræðigreina
  • Titill er á ensku Influencing components in open-plan offices on knowledge worker perceived productivity and welfare: A systematic review
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknar var að bera kennsl á helstu áhrifaþætti í opnum eða verkefnamiðuðum vinnurýmum á skynjaða framleiðni eða velferð þekkingarstarfsmanna ásamt því að skilja orsakasamhengi skynjaðrar framleiðni, velferðar og opinna eða verkefnamiðaðra vinnurýma. Kerfisbundin skoðun var framkvæmd þar sem áhrifaþættir og orsakasamhengi 26 fræðigreina voru greind með kerfisgreiningu og niðurstöðurnar sameinaðar í víðara samhengi. Útkoman var sameinað og einfaldað orsaka- og afleiðingarit sem sýnir orsakasamhengi opinna eða verkefnamiðaðra vinnurýma, skynjaðrar framleiðni og velferðar þekkingarstarfsmanna. Niðurstöður rannsóknar leiddu í ljós að áhrifaþættir opinna og verkefnamiðaðra vinnurýma hafa áhrif á hvor aðra innbyrðis en ekki eingöngu á skynjaða framleiðni eða velferð. Ef auka á framleiðni þekkingarstarfsmanna skal hafa velferð þeirra í huga þar sem áhrifaþættir skynjaðrar framleiðni og velferðar haldast í hendur. Þekkingarstarfsmenn afkasta mestu í vinnu þegar þeim líður vel og velferð þeirra er í fyrirrúmi. Að auki voru fiskbeinarit notuð til frekari greiningar á áhrifaþáttunum. Opin og verkefnamiðuð vinnurými hafa ýmsa ókosti en eru að mati höfundar komin til að vera. Hefðbundnar lokaðar skrifstofur henta ekki starfi þekkingarstarfsmanna þar sem samvinna, upplýsingagjöf og þekkingarfærsla er hluti af daglegu starfi. Vanda skal hönnun opinna og verkefnamiðaðra vinnurýma og huga vel að helstu áhrifaþáttum skynjaðrar framleiðni og velferðar við uppsetningu.

  • Útdráttur er á ensku

    The research objective was to identify the main components in open-plan or activity-based offices affecting perceived productivity and welfare of knowledge workers. The causal relationship between perceived productivity, welfare and open-plan or activity-based offices was also analysed. A systematic review of 26 articles was performed where influencing components and causal relationships were analysed with system analysis and the results were combined in a wider context. The result was a single causal loop diagram (CLD) that shows the causal relationship between open-plan or activity-based offices as well as perceived productivity and the welfare of knowledge workers. The results of the research showed that the components of open-plan and activity-based offices have influence on perceived productivity and welfare, as well as each other. If productivity is to be increased, knowledge workers welfare should be kept in mind, as the components influencing perceived productivity and welfare go hand in hand. Knowledge workers are most productive at work when they are feeling well, and their well-being is paramount. In addition, fishbone diagrams were used for further analysis of the influencing components. Collaboration, information sharing and knowledge transfer are daily tasks for the knowledge worker. Hence, open-plan and activity-based offices will be used in the near future, despite their various disadvantages. The design of open-plan and activity-based offices should be elaborate, and the main influencing components on perceived productivity and welfare should be carefully considered.

Samþykkt: 
  • 9.2.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37600


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif opinna vinnurýma á skynjaða framleiðni og velferð þekkingarstarfsmanna.pdf6.27 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing_pdf.pdf97.77 kBLokaðurYfirlýsingPDF