Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37602
Bakgrunnur: Erfiðir atburðir í æsku geta verið af nokkrum gerðum, svo sem misnotkun, vanræksla, erfiðleikar á heimilinu eða einelti. Afleiðingar erfiðra atburða í æsku geta komið fram sem líkamlegir og andlegir kvillar bæði í æsku og á fullorðinsárum. Talið er að hættan á þessum afleiðingum aukist eftir því sem fólk hefur upplifað fleiri erfiða atburði í æsku. Fyrri rannsóknir hafa meðal annars sýnt að fleiri erfiðir atburðir í æsku virðist spá fyrir aukinni hættu á langvarandi verkjum og svefntruflunum á fullorðinsárum.
Markmið: Meginmarkmið rannsóknarinnar var að skoða tengsl milli erfiðra atburða í æsku og líkamlegra einkenna á fullorðinsárum meðal kvenna. Sértæk markmið voru að kanna hvort konur sem höfðu upplifað fleiri erfiða atburði í æsku hefðu fleiri líkamleg einkenni á fullorðinsárum en konur sem höfðu ekki upplifað erfiða atburði í æsku og hvort konur sem höfðu orðið fyrir kynferðislegri misnotkun í æsku hefðu fleiri líkamleg einkenni á fullorðinsárum en konur sem höfðu orðið fyrir öðrum gerðum erfiðra atburða í æsku.
Aðferð: Rannsóknin er þversniðsrannsókn þar sem notast var við gögn úr vísindarannsókninni Áfallasaga kvenna. Þátttakendur voru konur á aldrinum 18-69 ára (n = 27.133) sem svöruðu spurningalistum um áföll og þungbæra lífsreynslu, heilsu og vellíðan, almenna heilsufars- og sjúkdómasögu og bakgrunnsbreytur. Erfiðir atburðir í æsku voru metnir með Adverse Childhood Experiences (ACE-IQ) sjálfsmatskvarðanum. Þátttakendum var skipt í hópa bæði varðandi fjölda atburða á ACE-IQ (0, 1, 2-3, 4+ atburðir) og gerð ACE-IQ (11 undirflokkar). Líkamleg einkenni á fullorðinsárum voru metin með Patient Health Questionnaire (PHQ-15). Þátttakendur voru bornir saman á bakgrunnsbreytum, einkennum kvíða (GAD-7) og þunglyndis (PHQ-9) og fjölda líkamlegra einkenna á fullorðinsárum. Línuleg aðhvarfsgreining var gerð til að rannsaka tengsl milli fjölda og gerða erfiðra atburða í æsku og líkamlegra einkenna á fullorðinsárum.
Niðurstöður: Þátttakendur voru 27.133 konur sem svöruðu spurningum um erfiða atburði í æsku og líkamleg einkenni. Konur sem höfðu orðið fyrir erfiðum atburðum í æsku voru líklegri til að vera einhleypar og/eða ekkjur, hafa minni menntun, vera með lægri tekjur, reykja eða hafa reykt, drekka 4 eða fleiri áfenga drykki þegar áfengis var neytt og vera með meiri kvíða, þunglyndi og líkamleg einkenni samanborið við þær sem höfðu ekki orðið fyrir erfiðum atburðum í æsku. Líkamleg einkennabyrði virtist aukast eftir því sem konurnar höfðu upplifað fleiri erfiða atburði í æsku. Í óleiðréttu, aldursleiðréttu og fullleiðréttu líkani hafði einelti sterkustu tengslin við líkamlega einkennabyrði. Þar á eftir komu kynferðisleg misnotkun og tilfinningaleg vanræksla.
Ályktanir: Niðurstöður þessarar rannsóknar auka þekkingu á tengslum erfiðra atburða í æsku og líkamlegra einkenna á fullorðinsárum. Þörf er á frekari framsýnum langtímarannsóknum til að rannsaka tengsl milli erfiðra atburða í æsku og líkamlegra einkenna. Einnig er þörf á frekari rannsóknum til að skilja mögulegt orsakasamband milli erfiðra atburða í æsku og líkamlegra einkenna. Gagnlegt væri að skima fyrir erfiðum atburðum í æsku hjá þeim sem hafa líkamleg einkenni á fullorðinsárum og þar með efla og bæta lýðheilsu.
Lykilorð: erfiðir atburðir, áföll, líkamleg einkenni, líkömnun, verkir, ACE-IQ, PHQ-15
Background: Adverse childhood experiences can take several forms, such as abuse, neglect, domestic difficulties or bullying. The consequences of adverse childhood experiences can result in physical and mental health problems in both childhood and in adulthood. More exposure to adverse experiences in childhood likely increases the risk of these consequences. Previous research has shown, among other things, that more adverse childhood experiences seem to predict an increased risk of chronic pain in adulthood.
Aims: The main aim of this research was to investigate the association between adverse childhood experiences and physical symptoms among adult women. A specific aim of the study was to examine whether women with more exposure to adverse childhood events had more physical symptoms in adulthood than women who were not exposed to adverse childhood experiences. Another specific aim was to examine whether women exposed to sexual abuse in childhood had more physical symptoms in adulthood than women who experienced other types of adverse childhood events.
Methods: This study is a cross-sectional study using data from the SAGA Cohort study. Participants were women aged 18-69 (n = 27.133) who completed questionnaires about trauma and stressful life experiences, health and well-being, disease history, and background variables. Adverse childhood experiences were assessed using the Adverse Childhood Experiences (ACE-IQ) scale. Participants were divided into groups based on the number of adverse events on ACE-IQ (0, 1, 2-3, 4+ events) and the type of ACE-IQ (11 categories). Physical symptoms in adulthood were assessed using the Patient Health Questionnaire (PHQ-15). Participants were compared on background variables, symptoms of anxiety (GAD-7) and depression (PHQ-9), and the number of physical symptoms in adulthood. A linear regression analysis was performed to investigate the relationship between the number and types of adverse childhood experiences and physical symptoms in adulthood.
Results: Participants in this study were 27.133 women who completed questionnaires on adverse childhood events and physical symptoms. Women who had been exposed to adverse childhood experiences were more likely to be single and/or widowed, have less education, have lower income, smoke or have smoked, drink 4+ alcoholic beverages per occasion, and have higher levels of anxiety, depression and physical symptoms compared to those who had not been exposed to adverse childhood experiences. The physical symptoms seemed to increase with greater exposure to adverse childhood experiences. In unadjusted, age-adjusted, and fully-adjusted models, bullying had the strongest association with physical symptom, followed by sexual abuse and emotional neglect.
Conclusion: The results of this study add to our knowledge of the association between adverse childhood experiences and physical symptoms in adulthood. Further prospective long-term research is needed due to the serious consequences that adverse childhood experiences can have on individuals. It may be useful to screen for adverse childhood experiences in those who have physical symptoms in adulthood and thereby promote and improve public health.
Keywords: adverse childhood events, trauma, physical symptoms, somatization, pain, ACE-IQ, PHQ-15
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MPH - Harpa Sigurðardóttir.pdf | 620,7 kB | Lokaður til...01.01.2121 | Heildartexti | ||
Yfirlýsing - Harpa Sigurðardóttir.pdf | 1,05 MB | Lokaður | Yfirlýsing |