is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37603

Titill: 
 • Hásinamein. Áhrif mismunandi meðferðarforma á einkenni og færni fólks með hásinavandamál, slembuð samanburðarrannsókn
 • Titill er á ensku Achilles tendinopathy. Effect of different treatment forms on symptoms and function in people with Achilles tendinopathy, a randomized controlled trial
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Tilgangur þessarar rannsóknar var að meta hvort þrýstinudd væri gagnleg meðferð fyrir einstaklinga sem þjást af hásinameini. Algengasta meðferðin við hásinameinum eru eccentrískar æfingar en aðrar meðferðir, eins og mjúkvefjameðferðir, eru lítið gagnreyndar og hafa mjög takmarkaðan vísindalegan bakgrunn, þó þær séu talsvert notaðar í klínískri vinnu. Til að geta framkvæmt rannsóknina var fyrst farið í að þýða, áreiðanleika- og réttmætisprófa VISA-A spurningalistann yfir á íslensku. VISA-A er lang mest notaða mælitækið fyrir einkenni og færni fólks með hásinamein. Upprunalegi VISA-A spurningalistinn var þýddur yfir á íslensku og síðan prófaður á 15 einkennalausum einstaklingum og 15 einstaklingum með hásinamein í endurteknum mælingum, ásamt því að vera lagður fyrir 60 einstaklinga með hásinamein. Niðurstöðurnar voru svo bornar saman við niðurstöður úr erlendum rannsóknum á VISA-A spurningalistanum. Samtímis var gerð slembiröðuð rannsókn til að meta þrýstinudd sem meðferð. 60 einstaklingum, 18 ára og eldri, með hásinamein var slembiraðað í þrjá hópa. Hóp eitt sem var viðmiðunarhópur og gerði eccentrískar æfingar, hóp tvö sem fékk þrýstinudd og hóp þrjú sem gerði eccentrískar æfingar eins og hópur eitt og fékk líka þrýstinudd eins og hópur tvö. Einstaklingarnir voru mældir í upphafi, eftir 4, 8, 12 og 24 vikur. Einkenni voru metin með íslensku útgáfunni af VISA-A, mældur var hreyfiferill í ökklalið með bæði beint og bogið hné, verkir við þreifingu á hásininni voru metnir með þrýstimælingu og þykkt og breidd hásinar var metin með ómun ásamt magni af æðainnvexti í hásininni.
  Helstu niðurstöður: Íslenska útgáfan af VISA-A spurningalistanum, VISA-A-IS, gat greint á milli einkennalausra einstaklinga og einstaklinga með hásinamein (97 stig á móti 55 (p<0,001)). VISA-A-IS reyndist gefa sambærilegar niðurstöður hjá einstaklingum með hásinamein borið saman við niðurstöður úr erlendum VISA-A rannsóknum. Þrýstinudd reyndist gagnleg meðferð við hásinameinum, en allir þrír hópanir voru með sambærilegar niðurstöður á VISA-A-IS eftir 24 vikur. Við fyrstu samanburðarmælinguna, viku 4, reyndist þrýstinuddið hafa marktækt hærri VISA-A-IS stig, borið saman við eccentríska æfingahópinn (72,6 stig borið saman við 61,6 stig (p=0,03)). Hreyfiferill í ökkla mældur með bogið hné jókst um 2° yfir tímabilið (p=0,006) en ekki var marktækur munur með beint hné. Verkir og ómun breyttust ekkert yfir þessar 24 vikur. VISA-A-IS reyndist réttmætur og áreiðanlegur spurningalisti til að meta einkenni og færni fólks með hásinamein og sambærilegur við erlendar þýðingar sem hann var borinn saman við. Hægt er að nota hann í rannsóknir og til að meta framfarir við klíníska vinnu. Þrýstinudd reyndist gagnleg meðferð við hásinameini og gefur að minnsta kosti sambærilega niðurstöðu á við eccentrískar æfingar. Álykta má að hraðari árangur náist með þrýstinuddi en við eccentrískar æfingar. Ekki var betra að blanda meðferðunum saman en að gera þær sitt í hvoru lagi.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this study was to assess whether pressure massage was a useful treatment for Achilles tendinopathy (AT). The primary treatment for AT is eccentric exercises but other treatments, such as soft tissue treatments, have a very limited scientific background, although they are widely used in clinical work. To be able to perform the study, we first had to translate, validate and reliability test the VISA-A questionnaire to Icelandic. VISA-A is by far the most widely used measuring tool for AT and considered a golden standard in AT studies. The original VISA-A questionnaire was translated into Icelandic and then tested on 15 asymptomatic individuals and 15 individuals with AT with repeated measures, as well as being evaluated on 60 individuals with AT. The results were then compared with results from other studies on the VISA-A. At the same time a randomized control trial was conducted to evaluate pressure massage as a treatment for AT. 60 subjects aged 18 years and older, with AT were randomized into three groups. Group one, that did eccentric exercises and was the control group, group two, who received pressure massage and group three, who got both pressure massage and did the eccentric exercises. The individuals were measured in the beginning, before any intervention, and at 4, 8, 12 and 24 weeks. Symptoms were evaluated by the Icelandic version of VISA-A, range of motion (ROM) in dorsiflexion of the ankle with both straight and bent knees was measured, pressure pain threshold (PPT) of the Achilles tendon was evaluated by algometer and ultrasound scanning was used to evaluate thickness and the width of the Achilles tendon and to evaluate neovascularization. Main results: The Icelandic version of the VISA-A questionnaire, VISA-A-IS, could distinguish between asymptomatic individuals and individuals with AT (97 points versus 55 (p<0,001)). VISA-A-IS showed comparable results in individuals with AT compared with results from other VISA-A studies. Pressure massage proved to be a useful treatment for AT, as all three groups had similar results on VISA-A-IS after 24 weeks. At the measurement in week 4, the pressure massage group had a significantly higher VISA-A-IS score, compared with the eccentric exercise group (72.6 points vs 61.6 points (p=0,03)). ROM in the ankle measured with bent knee increased by 2° over the 24 weeks period (p=0,006), but there was no significant difference with the knee straight. PPT and the ultrasound measurements did not change over these 24 weeks. VISA-A-IS proved to be a valid and reliable questionnaire to evaluate symptoms of AT. It can be used in research and to assess progress in clinical work. Pressure massage turned out to be a useful treatment for AT and having at least comparable result to eccentric exercises. It may be concluded that faster results can be achieved with pressure massage than with eccentric exercise. Combining the treatments did not improve the outcome.

Styrktaraðili: 
 • Íþróttasjóður Rannís, Rannsóknarsjóður Háskóla Íslands, Rannsóknarsjóður Félags sjúkraþjálfara, Sjúkraþjálfun Íslands og Röntgen Orkuhússins.
Samþykkt: 
 • 15.2.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37603


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraverkefni Stefán Hafþór Stefánsson lokaskjal fyrir prentun.pdf1.87 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing lokaverkefni skemman SHS.pdf336.49 kBLokaðurYfirlýsingPDF