en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/37605

Title: 
 • Title is in Icelandic Einstaklingar sem hafa fundið nýja tekjuleið og starfa við markaðssetningu á Internetinu
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Í prentmiðlum og ýmsum netmiðlum er hægt að sjá auglýsingar með setningum á borð við: „Viltu auka tekjur heimilisins?“ eða „Viltu tvöfalda ráðstöfunartekjur þínar?“
  Augýsingar af þessum toga hafa vakið áhuga minn á að skoða hvað liggur þarna að baki. Manna á milli heyrast sögur af fólki sem hefur svarað slíkum auglýsingum en ekki uppskorið það sem auglýst var. Einnig heyrast frásagnir af fólki sem blómstrar í slíkum viðskiptum.
  Í þessari ritgerð sem er í tveimur hlutum verður skoðað nánar hvað felst í slíkum viðskiptum. Í fyrri hluta er fræðileg umfjöllun um hnattvæðingu og vinnu almennt frá sjónarhorni félagsfræðinnar. Kenningar Daniel Bell um þjónustuþjóðfélagið eru hafðar til hliðsjónar og umfjöllunar og einnig hugmyndir Karl Marx um kapitalismann. Internetið er stór markaður sem hefur skapað nýjar leiðir í viðskiptum fyrir einstaklinga ekki síður en fyrirtæki. Með Internetinu hafa opnast nýir möguleikar til samskipta, upplýsingaleitar og einnig sá möguleiki að starfa sjálfstætt í gegnum netið jafnvel í mörgum löndum samtímis án þess þó að þurfa nokkru sinni að fara þangað. Megin markmiðið er að skoða hvernig einstaklingar vinna á netinu til að öðlast sýn á þann veruleika.
  Í seinni hlutanum verður gerð grein fyrir niðurstöðum úr eigindlegum viðtölum við einstaklinga sem hafa tekjur frá fyrirtækjum sem staðsett eru erlendis og á netinu. Til að fá sem besta innsýn í þann veruleika voru tekin viðtöl við 5 Íslendinga sem allir búa hér á landi og starfa að mestu eða öllu leyti í gegnum Internetið. Einstaklingarnir eru ólíkir og viðtölin fá og því ekki hægt að draga af þeim víðtækar niðurstöður.
  Rannsóknin er eingöngu gerð útfrá sjónarhorni viðmælenda þannig að ekki er skoðað mat á þjónustu eða upplifun viðskiptavina né fjölskyldu sem hugsanlega er allt önnur.
  Með viðtölunum er leitast við að varpa ljósi á kosti og galla slíkrar vinnu en viðmælendum var frjálst að tjá sig um starf sitt með eigin orðum.
  Þær spurningar sem reynt verður að svara með ritgerðinni er hvort: fólk geti litið til internetsins og fundið þar raunverulegt starf sem hægt er að sinna heiman frá sér í gegnum tölvu ? Einnig er skoðað: hvort slíkt starf krefjist ákveðinnar hæfni umfram tölvukunnáttu? Að lokum er spurt: hvað er eftirsónarvert við netvinnu og hverjir eru ókostir hennar?
  Í ljós kom að í boði eru tvær starfsleiðir, annars vegar að tengjast fjölþrepa markaðskerfi (MLM) og hins vegar sú leið að byggja eigin vefsíðu og auglýsa þar fyrir aðra gegn greiðslu og kallast AdWord. Fram kemur að auglýsingar eru í auknum mæli að færast á netmiðla á kostnað prentmiðla þannig að stöðugt eru í þróun nýjar leiðir í þeim efnum. Í ljós kom meðal annars að netviðskipti krefjast lágmarks tækniþekkingar, þau veita mikið frelsi eftir ákveðinn tíma uppbyggingar og vinnutími er mjög sveigjanlegur.
  Ritgerðin gefur innsýn í þær breytingar sem Internetið hefur haft á samskipti fólks til viðskipta. Vonandi nýtist hún þeim sem velta fyrir sér þróun vinnumarkaða og þeim möguleikum sem alþjóðavæðingin og Internetið hafa upp á að bjóða.

Accepted: 
 • Feb 15, 2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37605


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Kristrún Erna Erlingsdóttir_BA ritgerð.pdf321.48 kBOpenComplete TextPDFView/Open
Lokaverkefni yfirlýsing.pdf413.82 kBLockedDeclaration of AccessPDF