is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37609

Titill: 
 • Samskipti barna í leik : áhrif holukubba á samskiptahæfni leikskólabarna
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Umræða um hvaða uppeldis- eða kennsluaðferðir leiði helst til árangurs er sígild og sitt sýnist hverjum hvað það varðar. Í Aðalnámskrá leikskóla (2011) kemur skýrt fram að leikur sé meginnámsleið leikskólabarna og leggja beri áherslu á hinn frjálsa leik. Heyrst hafa áhyggjuraddir fagfólks um að skipulagt starf og þéttskipuð dagskrá í leikskólum þrengi jafnvel orðið að hinum frjálsa leik. Unnið er með margskonar kennsluefni með það að markmiði að styðja við ýmsa færni, en í ljósi þess hversu mikilvægt er að börn eigi í jákvæðum og árangursríkum samskiptum, velti ég fyrir mér með hvað hætti best verði stutt við samskiptahæfni þeirra.
  Þessi ritgerð fjallar um rannsókn, þar sem fylgst var með fimm ára leikskólabörnum að leik í holukubbum. Fylgst var með því hvað einkenndi leik þeirra og svara leitað við því hvort efniviðurinn holukubbar (e. hollow blocks) sé líklegur til þess að styðja við samskiptahæfni barna. Tilgangurinn með rannsókninni var að skoða hvort ástæða sé til þess að leggja áherslu á að nota holukubba í leikskólastarfi, með það fyrir augum að efla samskiptahæfni barna. Gagna var aflað með vettvangsathugunum og viðtölum.
  Niðurstöður sýna að leikur í holukubbum styður við samskiptahæfni. Börnin áttu í miklum samskiptum, hvort sem var í byggingarleiknum sjálfum eða ímyndunarleiknum er skapaðist í kringum kubbana. Áhugi og gleði virtist vera drifkrafturinn, þau fóru í allskonar hlutverk, urðu partur af umhverfinu og tjáðu reynslu sína í gegnum leikinn. Þau skiptust á skoðunum og hjálpuðust að með þunga kubbana. Það reyndi á hæfni þeirra til þess að setja sig í spor annarra, þau þurftu að taka tillit til ólíkra sjónarhorna og leysa hin ýmsu vandamál í sameiningu. Því tel ég mikilvægt að leikskólabörn fái ríkuleg tækifæri til leiks í holukubbum, enda kom fram í viðtali við tvo leikskólakennara að þetta væri „stórkostlegur efniviður sem tæki á öllum námssviðum leikskólans.“
  Lykilhugtök: Leikskóli, leikur, holukubbar, samskiptahæfni

 • Útdráttur er á ensku

  The general discussion among preschool staff members is ongoing and classical, pedagogy and educational theories are exmined and which ones are most effective, even if the conclusions in the matter vary. In the Icelandic Curriculum for the Preschools (2011) it is underlined that the importance of playing is our major subject regarding the education of children at the preschool level and free play should without a doubt be highlighted as such. Preschool teachers have expressed their concern regarding the existing organized daily schedules and duties as well as packed time tables which have diminished the time for the actual free play.Various pedagogical tasks are performed in order to achieve educational goals as well as nurturing different skills in order to keep up with and support the children´s positive and productive communication. I have often considered which methods we are able to enhance the children´s communicational abilities.
  This thesis focuses on a research performed within a group of 5 year olds and how they played and experienced the game using ‚‘hollow block‘. While the children played their behaviour was examined and their performance monitored simultaniously, how they played and how they acted, in order to find answers regarding questions such as if the application of ´hollow blocks‘ was in any way characterising or even contributing any effects to their playing and therefore likely to support the children´s communicational abilities. The aim of this research was to examine if the utilization of ´hollow block‘ should be highlighted in playing and thus increase the communicational abilities in this certain age group. Data were collected while the children were playing in their working area, they were monitored and then questionnaires were being conducted.
  The major findings of the research indicate that playing with ‘hollow blocks‘ leads to an increase in communication skills among children. They interacted frequently while playing and they communicated intensively in the imaginative part of the game which was created around the brick playing. Joy and genuine interest were the factors that intensified the game, the children enjoyed role playing, had discussions regarding their experience of the game and identified themselves within the environment. They exchanged ideas lively and helped each other with the heavy bricks, which clearly indicated their active interaction by being attentive, taking part in problemsolving, sharing responsibilities and being helpful when needed. In my opinion it is important that all preschool children should have the opportunity to play with ‘hollow block’, as was recorded in discussions with two of the preschool teachers: ‘It is an amazingly effective educational tool in the learning environment’.

Samþykkt: 
 • 16.2.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37609


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.ed.pdf650.45 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna