is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37610

Titill: 
  • Viðhorf almennings til búkmyndavélanotkunar lögreglu á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Undanfarin ár hefur notkun búkmyndavéla hjá lögreglunni stóraukist víða um heim og gegna þær lykilhlutverki í daglegum störfum lögreglumanna. Búkmyndavélar hafa meðal annars verið taldar vera liður í því að auka gagnsæi lögreglu, hjálpa til við rannsókn mála, draga úr óhóflegri valdbeitingu og stuðla að bættum samskiptum milli lögreglu og almennings. Markmið þessa verkefnis var að skoða viðhorf almennings til búkmyndavélanotkunar lögreglu á Íslandi með tilliti til starfshátta lögreglunnar og samskipta hennar við almenning. Aðeins eru nokkur ár síðan búkmyndavélar voru teknar í notkun á Íslandi og hingað til hafa engar rannsóknir verið gerðar á viðhorfum almennings hérlendis til búkmyndavélanotkunar lögreglu. Rannsóknarspurningin sem höfundar leituðust til að svara er eftirfarandi: Hvert er viðhorf almennings til búkmyndavélanotkunar lögreglu á Íslandi með tilliti til starfshátta lögreglunnar og samskipta hennar við almenning? Til að svara rannsóknarspurningunni kynntu höfundar sér erlendar rannsóknir og framkvæmdu netkönnun með hentugleikaúrtaki (N=2871). Niðurstöðurnar sýna eindreginn stuðning svarenda við notkun búkmyndavéla lögreglu á Íslandi. Yfirgnæfandi meirihluti (90,2%) telur að notkun búkmyndavéla auki traust almennings til íslensku lögreglunnar og að hún ætti að nota búkmyndavélar í auknum mæli (92,5%). Hátt hlutfall svarenda (66,9%) telur að notkun búkmyndavéla brjóti ekki á friðhelgi einkalífs og 61% eru samþykkir því að búkmyndavélar séu notaðar inni á heimilum fólks. Skoðaður var marktækur munur milli kynja og sýndu niðurstöður meðal annars konur vera jákvæðari en karlar gagnvart búkmyndavélanotkun lögreglu. Þá staðfesti könnunin niðurstöður annarra rannsókna sem sýna að íslenska lögreglan nýtur mjög mikils trausts almennings.

  • Útdráttur er á ensku

    In recent years there has been a world-wide increase in the use of body-worn cameras (BWC) amongst police and they now play a key role in the daily work of police officers. Body-worn cameras have been considered to be a means to increase police transparency, aid in investigation, reduce excessive use of force, and improve interactions between the police and the public. The aim of this BA thesis was to examine public opinion on the use of body-worn cameras by the Icelandic police, specifically the influence on police procedures and police-public interaction. Body-worn cameras have only been used for a few years in Iceland and so far no research has been conducted on public opinion on the use of body-worn cameras in Iceland. The research question the authors sought to answer was: What is the public opinion on the use of body-worn cameras of police officers in Iceland with regard to police procedures and police-public interaction? To answer the research question the authors examined studies from other countries and carried out a web survey using a convenience sample (N=2871). The results showed strong support from the respondents for the use of police body-worn cameras in Iceland. The overwhelming majority (90.2%) believes that the use of body-worn cameras increases the public trust towards the police and that the cameras should be used more frequently (92.5%). A substantial majority of the respondents (66.9%) believes that the use of body-worn cameras does not violate the public’s privacy and 61% agrees with allowing the usage of body-worn cameras inside people’s homes. Significant gender differences were examined and the results showed that women were more positive than men towards the use of police body-worn cameras. The survey also confirmed the results of previous studies showing that the Icelandic police enjoy a high level of public trust.

Samþykkt: 
  • 16.2.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37610


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Viðhorf almennings til búkmyndavélanotkunar lögreglu á Íslandi - Katrín og Hildigunnur.pdf1.45 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna