Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37613
Meistaraverkefni þetta snýr að þróun og hönnun námsefnis og kennsluáætlunar í kynjafræði fyrir framhaldsskóla. Mikil áhersla er lögð á jafnréttiskennslu í Aðalnámskrá framhaldskólanna enda byggist réttlátt samfélag á jafnrétti fyrir alla. Í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 eru skyldur lagðar á herðar skólakerfisins að vinna að jöfnum áhrifum kvenna og karla í samfélaginu með jafnréttisfræðslu. Aðalnámskrá allra skólastiga styður þessa áherslu. Kennsla í kynjafræði á framhaldsskólastigi hefur aukist á undanförnum árum og nú er svo komið að flestir framhaldsskólar á landinu kenna fagið/námsgreinina. Skort á námsefni í kynjafræði má væntanlega skýra af því hversu ung fræðigrein innan framhaldsskólanna kynjafræðin er. Markmið með Jafnréttiskompás er að búa til aðgengilegt og áhugavert námsefni fyrir bæði kennara og nemendur. Uppsetning og skipulag efnisins og kennsluáætlunar sem fylgir byggir á frumathugun meðal kynjafræðikennara á námsefnisnotkun og þörf á námsefni. Námsefninu er ætlað að efla jafnréttisvitund og gagnrýna hugsun nemenda, auka þekkingu á grunnhugtökum kynjafræðinnar eins og kyngervi, kynjakerfi, karlmennsku, kvenleika, mótunarhyggju, eðlishyggju, mismunun, kyntjáningu, staðalmyndum, ríkjandi hugmyndafræði, orðræðu, kynbundnu ofbeldi og kynskiptum vinnumarkaði. Verkefni í námsefninu byggjast á settum viðmiðum í aðalnámskrá framhaldsskóla og eru fjölbreytt til að efla ólíka hæfni og styrkleika í fjölbreyttum nemendahópi.
The objective of this thesis is to develop and design a teaching plan and teaching material in gender studies for upper secondary schools. Great emphasis is placed on gender equality teaching in the National Curriculum Guide for Upper Secondary Schools, as a just society is based on equality for all. The Act on Equal Status and the Equal Rights of Women and Men nr. 10/2008 imposes obligations on the school system to work for the equal influence of women and men in society through gender equality education. The National Curriculum Guide for all school levels supports this emphasis. Teaching gender studies at the upper secondary school level has increased in recent years and now most upper secondary schools in the country teach the subject. The lack of study material in gender studies can presumably be explained by how recently secondary schools started teaching gender studies. The aim of this thesis is to create accessible and interesting study material for both teachers and students. The set-up/design and organization of the material and the teaching plan is based on a preliminary study among gender studies teachers on the usage and need for study material. The study material is intended to promote equality awareness and critical thinking, increase knowledge of basic concepts of gender studies such as gender, gender system, masculinity, femininity, hegemony, social constructivism, biological essentialism, discrimination, gender expression, stereotypes, discourse and gender-based violence. The study material is based on the set criteria in the National Curriculum Guide for Upper Secondary Schools and teaching methods are varied to promote different skills and strengths in a diverse group of students.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
M.Ed_Sigrún_Össurardóttir_Desember_2020.pdf | 1,09 MB | Lokaður til...21.12.2050 | Greinargerð | ||
Efnisyfirlit.pdf | 73,93 kB | Opinn | Efnisyfirlit | Skoða/Opna | |
Heimildir.pdf | 149,05 kB | Opinn | Heimildaskrá | Skoða/Opna | |
Sigrún_Össurardóttir_M.Ed._Viðauki_4_ Jafnréttiskompás.pdf | 54,05 MB | Lokaður til...21.12.2050 | Fylgiskjal - námsefni |