is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37614

Titill: 
  • Social media and quality of life among young adults in northern Iceland
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í Þróunarskýrslu Norðurslóða (Arctic Human Development Report) frá árinu 2014 komu í ljós gloppur í þekkingu um viðhorf, þarfir, markmið og metnað ungs fólks á svæðinu. Því var sett á laggirna rannsókn sem nú stendur yfir um ungt fólk og sjálfbæra framtíð á norðurslóðum (Arctic Youth and Sustainable Futures). Rætt var við unga fullorðna í 35 rýnihópum um lífsgæði eins og þau eru skilgreind í Þróunarvísum norðurslóða (Arctic Social Indicators), en þeir eru efnahagsleg velferð, menntun, heilsa, menningarleg velferð, tengsl við náttúru og stjórn á eigin örlögum. Höfundur þessarar ritgerðar tók þátt í því verkefni og þótti vert að grafa dýpra í áhrif samfélagsmiðla á lífsgæði ungs fólks.
    Í þessu MA verkefni tóku 25 ungmenni á Norðurlandi þátt í rýnihópum sem fóru fram á Facebook eða svöruðu opnum spurningalistum gegnum tölvupóst eða Messenger spjallforritið um hvaða áhrif samfélagsmiðlar hefðu á lífsgæði þeirra. Niðurstöðurnar leiddu í ljós tvíbentar og mótsagnakenndar tilfinningar gagnvart samfélagsmiðlum. Miðlarnir, sérstaklega Facebook og Instagram, gátu haft jákvæð áhrif á allar hliðar lífsgæða þeirra. Hinsvegar gátu hin jákvæðu áhrif snúist í andhverfu sína með óhóflegri notkun. Helstu þekktu kostir samfélagsmiðla eru auðveld samskipti og aukin tengsl við aðra en auk þess komu fram þverlæg áhrif á lífsgæði, bæði jákvæð og neikvæð. Annars vegar var það aðgengi að fólki, vörum, þjónustu, mögulegum viðskiptavinum, nytjamörkuðum, afþreyingu, upplýsingum, þekkingu, ráðleggingum, hvatningu og innblæstri. Hins vegar ræddu þátttakendurnir um mikilvægi þess að vera meðvitaður og hafa stjórn, bæði á notkun sinni, tíma og á mögulegum neikvæðum áhrifum samfélagsmiðla á lífsgæði þeirra. Neikvæðu áhrifin fólu í sér hættu á lakari gæðum mannlegra samskipta, að falla fyrir freistingum og kaupa mikinn óþarfa og einnig eyða of miklum tíma og orku í samfélagsmiðla. Önnur neikvæð áhrif voru falskar „glansmyndir“ og óraunhæfur samanburður við aðra; truflun á náttúruupplifunum og sífelldir tískustraumar sem léti fólk frekar missa sjónar á íslenskum hefðum og siðum. Að lokum þótti þátttakendum miður sú hlutlægni, ónákvæmni og óáreiðanleiki efnis á samfélagsmiðlum sem og erfiðar, ósanngjarnar, umræður um samfélagsleg og pólitísk málefni.
    Niðurstöðurnar sýna að á meðan samfélagsmiðlar geta haft veruleg og jákvæð áhrif á allar sex hliðar lífsgæða, þá dregur mikil notkun úr því sem ávinnst. Kjöraðstæður væru þær að notendur gætu notið kosta samfélagsmiðla en gert það í hófi til að minnka líkurnar á að finna til fíknar og verða fyrir neikvæðu áhrifunum sem dregið geta úr lífsgæðum fólks.

  • Útdráttur er á ensku

    Following up on a key recommendation in the second Arctic Human Development Report (AHDR II, 2014), an ongoing project entitled Arctic Youth and Sustainable Futures seeks to fill an identified gap in knowledge on the views, needs and aspirations of young people. Thus, Thirty-five focus groups have been conducted with young people across the Arctic region by the project´s international team of researchers, and the results are being analyzed in the context of the following six quality-of-life domains of human development as defined in the Arctic Social Indicator report (ASI I, 2010): Material Well-being, Education, Health Well-being, Culture Well-being, Contact with Nature and Fate Control. As a researcher on this project, this thesis´s author was inspired by how social media (SM) has penetrated most spheres of the young peoples' lives and how exceedingly active they are as users. Hence, this thesis explores the role social media in the lives of young adults with respect to the quality-of-life domains as defined in the Arctic Social Indicators (ASI).
    As part of this thesis research, twenty-five young men and women in Northern Iceland participated in Facebook focus groups or answered a self-administered questionnaire about how social media, Facebook and Instagram in particular, affects their wellbeing (as defined in the ASI). The results of this primary research reveal participants’ ambivalent feelings and contradictory perceptions concerning the benefits and disadvantages of social media. While the informants identified positive influences on all quality-of-life domains, those same effects could turn negative with the excessive use of SM. In addition to the most frequently mentioned benefit of using SM, which is staying in contact with others, other cross-cutting benefits include access to people, goods, services, potential customers, markets, second-hand items, recreation, information, knowledge, advice, motivation and inspiration. A major, perpetual challenge that all participants faced was addressed and articulated as the need to "have discipline" or "be aware” in order to prevent or avoid the negative influences of social media use. The disadvantages of SM use include reduced quality face-to-face relations; the temptations to purchase excessively; idling and spending too much time on SM. Other effects perceived as detrimental include false presentation of self and unreasonable comparison with others; interrupted nature experiences; losing sight of Icelandic traditions while chasing after trends on SM; receiving inadequate, non-factual, unfair and biased information on social media about societal and political matters.
    The results of this research reveal that while social media can positively affect all six quality-of-life domains, extensive use can undermine the benefits. The ideal situation would be where users can enjoy the benefits of social media without spending too much time, becoming addicted, and being exposed to the sides of online social networks that have an adverse influence on wellbeing.

Samþykkt: 
  • 16.2.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37614


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA_Sveinbjörg_web.pdf1.01 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna