is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37615

Titill: 
  • Aðlögun nemenda af erlendum uppruna í íslenskum grunnskólum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í rannsókn þessari var skoðuð reynsla og viðhorf íslenskra kennara annars vegar og hins vegar nemenda af erlendum uppruna af aðlögun nemendanna í íslenskum grunnskólum. Leitast var eftir að greina hvernig móttaka nemenda af erlendum uppruna fer fram og hvaða reynslu kennarar hafa af aðlögunarferlinu. Var bæði skoðuð upplifun kennara og þekking þeirra á fjölmenningarlegri kennslu. Að auki var rannsakað hvernig nemendum gekk að aðlagast bæði félagslega og námslega. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð með því að taka rýnihópaviðtöl við kennara og nemendur af erlendum uppruna í tveimur grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að kennurunum finnst almennt ganga vel að taka á móti þessum nemendum en töldu þó að stundum vantaði meiri sveigjanleika í skólunum og að veita þyrfti nemendunum lengri aðlögunartíma þegar þeir byrja í grunnskóla. Jafnframt sýndu niðurstöðurnar að kennarar upplifa að þeir séu stundum einir á báti þegar kemur að því að aðlaga námið að þörfum nemenda og að þeir þyrftu að sækja sér frekari menntunar og fræðslu um fjölmenningarlega kennslu þegar þeir byrja að kenna þar sem það virðist ekki almennt vera hluti af grunnnámi kennara. Sjónarhorn nemenda er að þeim finnst erfitt að byrja í grunnskóla vegna lélegrar íslenskukunnáttu og að aðlögunartíminn sé oft stuttur. Það getur haft áhrif á félagslega og námslega stöðu nemenda. Nemendur eru þó almennt ánægðir með kennara sína og upplifa að þeir leitist við að veita þeim stuðning og umhyggju eftir bestu getu. Bekkirnir eru hins vegar oft stórir og kennararnir eiga því stundum í erfiðleikum með að sinna nemendum með fullnægjandi hætti. Niðurstöðurnar benda til þess að það sé margt sem betur mætti fara þvert yfir allt skólakerfið þegar kemur að móttöku og aðlögun nemenda af erlendum uppruna og að beita þyrfti heildrænni nálgun fyrir kerfið í heild sinni en ekki aðeins innan einstakra skóla.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis sought to examine the experience and attitude of teachers and students of foreign origins towards the students’ integration into Icelandic elementary schools. The reception progress that takes place was analysed, and what experience and knowledge the teachers have regarding the process. This was done by analysing the experience of the teachers and their knowledge of multicultural education, and how the students managed to adapt both socially and academically. A qualitative research method was used by conducting focus group interviews with teachers and students in two primary schools in the capital area. The results of the study show that teachers feel that the reception process, generally, goes well, but that the system sometimes lacks flexibility and the adjustment period should be longer. Additionally, the results showed that the teachers thought they were a bit left on their own when it comes to adapting study material to the needs of the students. Moreover, multicultural teaching needs to be a part of the education teachers receive while earning their undergraduate degree, which it is not today. On the other hand, according to the students it is difficult to start primary school due to a short adjustment period and a lack of Icelandic language skills. Which also affects the social and academic status of the students. Students are generally happy with their teachers and believe they seek to provide them with support and care, to the best of their ability. The classes, however, are often large in numbers making it difficult for teachers to care for the needs of every student adequately. The results indicate that there is much that could be improved across the school system as a whole by using a holistic approach for the entire system, not just within a few specific schools.

Samþykkt: 
  • 16.2.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37615


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraverkefni-Þóra-Björk-Bjartmarz .pdf615 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna