is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37616

Titill: 
 • Heilsufar grunnskólabarna á Suðurnesjum : tengsl lífsstílsþátta við yfirþyngd og offitu
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Offita snemma á lífsleiðinni getur haft margvíslegar afleiðingar og eru börn með offitu oftar greind með ýmsa sjúkdóma en börn sem eru í kjörþyngd.
  Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna heilsufar grunnskólabarna á Suðurnesjum. Algengi ofþyngdar og offitu var skoðuð og einnig hvort tengsl þessara þátta væri við ákveðna lífsstílsþætti svo sem mataræði, D-vítamín inntöku, hreyfingu og svefn.
  Aðferð: Rannsóknin var megindleg, lýsandi þversniðsrannsókn. Gögnin voru fengin úr Ískrá, skráningarkerfi Skólahjúkrunarfræðinga og byggðust á upplýsingum um nemendur sem voru allir í 1., 4., 7. og 9. bekk á Suðurnesjum (N=1430). Úrtakið (n=1402) voru allir þeir nemendur sem áttu mælingar í Ískrá skólaárið 2019-2020
  Niðurstöður: Gögn 1402 barna voru greind. Af þeim voru 447 nemendur sem mældust of þungir eða of feitir. Alls voru 284 (20%) nemendur í yfirþyngd og 163 (12%) með offitu. Hæsta hlutfall nemenda í yfirþyngd var hjá stúlkum í 7. bekk (24%) og hæsta hlutfall nemenda í offitu var hjá drengjum í 9. bekk (17%). Marktækur munur reyndist vera á þyngd nemenda eftir því hvort þau borðuðu morgunmat (p=0,004), hvort nemendur í 7. og 9. bekk stunduðu íþróttir eða reglulega hreyfingu (p=0,013) og þess hvenær nemendur fóru að sofa í bæði 1. og 4. bekk (p=0,001) og 7. og 9. bekk (p=0,007).
  Ályktanir: Með samræmdri skráningu skapast möguleikar til að fá upplýsingar um heilsufar og heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn á grunnskólaaldri. Samkvæmt þessari rannsókn þyngjast börn í auknum mæli eftir því sem þau eldast og virðist það að borða ekki morgunmat, hreyfa sig ekki nóg og að sofa of lítið hafa marktæk áhrif þar á. Til að reyna að sporna við áframhaldandi þróun á yfirþyngd og offitu barna mætti nýta þessa þekkingu og leggja áherslu á aukna fræðslu um forvarnargildi þessara þátta, einkum í eldri bekkjum, og gegna skólahjúkrunarfræðingar þar lykilhlutverki.
  Lykilorð: Börn, ofþyngd, offita, lífsstílsþættir, skólaheilsugæsla.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Obesity in early life can have many consequences and obese children are more often diagnosed with various diseases than children at ideal weight. It is therefore important to identify risk factors for increased weight to promote a healthier society.
  Aim: The objective of this study was to determine the health among school-children in Suðurnes region. The prevalence of overweight and obesity was assessed and analyzed if there is a connection between overweight/obesity and lifestyle factors such as diet, D-vitamin intake, exercise and sleep.
  Method: The research design was descriptive cross-sectional. The data was obtained from Ískrá, an electronic registration system used by school nurses in Iceland. The study includes all school children in 1., 4., 7. and 9. grade (N=1430) in Suðurnes the school year 2019-2020.
  Results: Data from 1402 children were analyzed. Out of them 447 were overweight/obese, where 20% 84 (n=284) were overweight and 12% (n=163) were obese. The highest proportion of overweight children was among girls in the 7.th grade (24%) and the highest proportion of obese children was among boys in the 9.th grade (17%). A significant difference was seen according to if they ate breakfast (p=0,004), if they practiced sports in the 7th and 9th grade, (p=0,013) and the time that children went to sleep in both 1st and 4th grade, (p=0,001) and 7th and 9th grade (p=0,007).
  Conclusion: Coordinated registration creates an opportunity to obtain information on health services for children of primary school age. According to this research older children and adolescents seem to gain weight more rapidly which can be related to not eating breakfast, not practicing sports and not getting enough sleep. In an effort, to prevent this development this knowledge can be used to focus on increased education on the preventive value of these factors, especially in the upper grades, and school nurses play a key role in that area.
  Key words: Children, overweight, obesity, lifestyle factors, school nursing

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 07.12.2023.
Samþykkt: 
 • 16.2.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37616


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
meistararitgerð_lokaskil (1).pdf576.54 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna