Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3762
Í upphafi verður fjallað um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, en hann hefur að geyma ákvæði þar sem kveðið er á um að barninu skuli veittur réttur til að tjá sig í málum er það varðar. Þar er einnig kveðið á um að taka skuli réttmætt tillit til skoðana barnsins með tilliti til aldurs þess og þroska. Næst verður fjallað um og skýrt frá þeim lagaákvæðum sem er að finna í íslenskum rétti, þar sem barninu er veittur réttur til að tjá sig í málum er það varðar. Einnig verða skoðuð ákvæði sem kveða á um að afla skuli samþykkis barnsins áður en ákvarðanir séu teknar sem hafa áhrif á líf þess og hagsmuni. Jafnframt verða heimildir barns til að tjá sig í forsjármálum sérstaklega kynntar og farið yfir sjónarmiðin sem búa að baki þeim heimildum. Að lokum verður farið yfir dómaframkvæmd Hæstaréttar á síðustu árum og kannað hvort að farið sé eftir þeim lagaákvæðum sem kveða á um rétt barnsins til að tjá sig, hvort að réttur barnsins sé virtur og hvort að rödd barnsins hafi einhver áhrif á niðurstöðu málsins.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Bara_Sigurjonsdottir_fixed.pdf | 294.25 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |