is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37622

Titill: 
  • Fyrstu íbúðarkaup : samanburður á möguleikum ungs fólks á Íslandi og Norðurlöndunum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fyrstu íbúðarkaup er stór ákvörðun í lífi einstaklings og er það ein stærsta skuldbinding sem einstaklingur gerir á lífsleiðinni. Ritgerðin fjallar um fyrstu íbúðarkaup ungs fólks og þá möguleika sem eru í boði til að fjármagna kaupin. Mikið hefur verið talað um að erfitt sé fyrir ungt fólk á Íslandi að fjármagna sín fyrstu íbúðarkaup, þrátt fyrir að kaupmáttur launa í landinu hafi aukist og raunvextir í sögulegu lágmarki. Margir af þeim sem eru að kaupa sína fyrstu fasteign fá aðstoð frá fjölskyldu eða vinum til að geta lagt út fyrir íbúðarkaupunum. Markmið ritgerðarinnar er að fjalla um stöðu ungs fólks á húsnæðismarkaðnum á Íslandi samanborið við önnur Norðurlönd. Einnig verður skoðað af hverju ungt fólk flytur seinna að heiman og hvort það sama gildi á Norðurlöndunum. Í fyrri hluta ritgerðarinnar er farið yfir húsnæðismál á Íslandi og stöðu ungs fólks á húsnæðismarkaðnum. Þar er meðal annars skoðað hver ástæðan gæti verið fyrir því að ungt fólk búi lengur í foreldrahúsum.
    Skoðaðir eru hvaða fjármögnunar möguleikar eru í boði fyrir ungt fólk á Íslandi.
    Í seinni hluta ritgerðarinnar er farið yfir stöðuna á Norðurlöndunum (Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi), hvort að staðan sé betri þar fyrir ungt fólk sem er að huga að fyrstu íbúðarkaupum.
    Lykilorð: Ísland, Norðurlönd, fyrstu íbúðarkaup, ungt fólk, fjármögnunar möguleikar

  • Útdráttur er á ensku

    Buying a home is normally the single biggest financial decision of a person‘s life. The thesis covers how young people finance their first home purchase. It‘s been said that it‘s getting increasingly harder for young people in Iceland today to finance their first apartment, even though purchasing power in the country has increased and real interest rate is at a historical low. Even so, many young people today need financial help from their parents or friends to make the initial payments.
    The goal of this thesis is to bring light to the situation young people face in the housing market in Iceland compared to other Nordic countries. Why they are moving out of their parents house later than the former generation and if that is also the case in other nordic countries. The first half of the thesis covers the situation young people face in the housing market in Iceland. And the reasons that lie behind their decisions to not move out of their parents houses until much later in life. What financial options are available for young people in Iceland. The second half covers the other Nordic countries such as Norway, Denmark, Sweden and Finland. Is the situation better for young people there that are thinking of buying their first home.
    Keywords: Iceland, Nordic Countries, First-time home buyers, young people, financial options.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 14.04.2050.
Samþykkt: 
  • 18.2.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37622


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lena Ósk Stefánsdóttir - Lokaritgerð.pdf453.34 kBLokaður til...14.04.2050EfnisyfirlitPDF