is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37623

Titill: 
  • Íslensk fyrirtæki á erlendum markaði : hvernig er markaðsstarfi þeirra háttað?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á undanförnum árum hefur orðið mikil aukning á inngöngu Íslenskra fyrirtækja á erlenda markaði með sína vörur og þjónustu. Ein helsta ástæðan á bak við þessa aukningu er að Íslensk fyrirtæki vilja fara á stærri markaði þar sem möguleikarnir eru miklu fleiri heldur en á
    Íslenskum markaði. Áður en farið er á erlenda markaði er mikilvægt fyrir fyrirtækin að vera vel undirbúin fyrir öllum þeim áskorunum sem bíður þeirra erlendis. Íslensk fyrirtæki verða að vera með góða markaðsáætlun sem gerir vörur þeirra og þjónustu aðlaðandi fyrir markhópi
    þeirra. Einnig er gott að mynda góð tengsl við erlend fyrirtæki eða aðila á þeim mörkuðum sem sótt er á.
    Markmið þessarar rannsóknar er að skoða markaðsstarf hjá Íslenskum fyrirtækjum sem hafa farið á erlendan markað og skoða hvers vegna fyrirtækin tóku þá ákvörðun að fara á erlendan markað. Skoðað verður hvað er sameiginlegt á milli þessara fyrirtækja og hvað einkennir þeirra markaðsaðferðir.
    Í þessari lokaritgerð voru tvö lítil Íslensk fyrirtæki skoðuð þar sem rætt var við markaðsstjóra þeirra um hvaða markaðsaðferðir eru notaðar, hvers vegna þau fóru á erlendan markað, rætt um markhópa og ímynd þeirra ásamt mörgu fleiru. Niðurstöðurnar sýndu að markaðsstarf Íslenskra fyrirtækja þarf að vera vel skipulagt og undirbúið fyrir öllum þeim
    aðgerðum og hindrunum sem bíður þeirra á erlendum mörkuðum. Á erlendum mörkuðum eru fleiri möguleikar í boði og betri tækifæri á að stækka fyrirtæki sín.
    Lykilorð: Alþjóðleg markaðssetning – Erlendir markaðir – Íslensk fyrirtæki –
    Alþjóðavæðing – Rafræn markaðssetning

  • Útdráttur er á ensku

    Icelandic companies have increasingly been going to foreign markets in the last couple of years. One of the most common reasons for that increase is that Icelandic companies want to go to a bigger market where the opportunities are more than on Icelandic market. Before companies go abroad with their products and services it is important for them to be well prepared so that the chances of succeeding will increase.
    The goal of this research project is to observe the marketing methods of Icelandic companies that have been on foreign markets and find out why these companies go abroad. The goal is also to find out what these companies have in common and what characterizes their marketing methods.
    Two small Icelandic companies will be inspected in this research project. We talked to both of their marketing managers about what marketing methods they used the most, why they went abroad with their products and services, talked about their target groups and companies’ image among a lot of other factors. The result shows that Icelandic companies have to be well prepared and organized for every action and obstacles that are waiting for them on the foreign markets. The result also shows that foreign markets have more possibilities and better opportunities for Icelandic companies to get bigger.
    Keywords: International marketing – Foreign markets – Icelandic companies – Globalization
    – Digital marketing

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 31.12.2140.
Samþykkt: 
  • 18.2.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37623


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Logi Steinn Friðþjófsson - Lokaritgerð.pdf1.3 MBLokaður til...31.12.2140HeildartextiPDF