Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37624
Þær breytingar sem áttu sér stað í byrjun árs 2020 þegar Covid-19 veirufaraldurinn dreifðist um heiminn voru gífurlegar og mögnuðust enn frekar vegna þess hve samþjappað heimshagkerfið er. Faraldurinn hefur með beinum eða óbeinum hætti haft mikil áhrif á flest öll störf á Íslandi. Þegar kemur að árangri fyrirtækja skiptir það miklu máli að markaðs- og kynningarstarf þeirra sé vel útfært og skipulagt. Það skiptir enn meira máli að huga vel að markaðsstarfi í samdrætti heldur en þegar árferðið er gott. Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á að ýmis tækifæri séu fólgin í samdráttarskeiði sem ekki bjóðast þegar ástandið er gott.
Verkefni þetta er 12 ECTS eininga lokaritgerð til B.Sc. gráðu í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri. Rannsóknarverkefnið fjallar um markaðsstarf í heimsfaraldri og hvernig núverandi heimsfaraldur, Covid-19 hefur haft áhrif á markaðsstarf fyrirtækja og skipulagsheilda. Markmið þessa verkefnis er að skoða hvernig veitingastaðir á Akureyri eru að haga sínu markaðsstarfi í núverandi heimsfaraldri og bera það saman við hvað fræðimennirnir segja. Veitingastaðir bjóða upp á þjónustu sem neytendur geta auðveldlega skipt út fyrir aðra þjónustu og því þarf kynningarstarfið að vera vel útfært. Á Akureyri eru veitingastaðir nú um 24 talsins og samkeppnin mikil, því hefur sjaldan verið jafn mikilvægt að huga vel að markaðsstarfi á fordæmalausum tímum sem þessum. Rannsóknin fór fram með viðtölum sem voru tekin við eigendur nokkurra veitingastaða á Akureyri. Einnig var send út spurningakönnun á alla veitingastaði Akureyrar til að fá góða tölfræðilega yfirsýn og styrkja niðurstöður rannsóknarinnar enn frekar. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að veitingastaðir Akureyrar séu meðvitaðir um mikilvægi markaðssetningar en fæstir eru með markaðsstjóra í starfi til að sjá um markaðsmálin. Eigendur sjá að mestu leyti um markaðsmálin sjálf og eru því mögulega að missa af ýmsum tækifærum og viðskiptum sem annars myndu bjóðast ef að markaðssetningin væri með sterkari stefnu og skipulag.
Lykilorð: Markaðssetning, heimsfaraldur, Covid-19, veitingastaðir, Akureyri
This project is a 12 ECTS final thesis for a B.Sc. degree in Business Administration from the University of Akureyri. The project deals with pandemic marketing and how the current pandemic, Covid-19, has affected the marketing of companies and organizations. The aim of this thesis is to examine how restaurants in Akureyri are conducting their marketing work in the current pandemic and compare it with what the scholars say. Restaurants as well as other sectors depend on well-developed promotional work, as these are products and services that can be easily replaced by other products and services. There are now about 24 restaurants in Akureyri, excluding fast food and therefore competition is great, so it has seldom been as important to pay close attention to marketing work in unprecedented times like this. The research took place through interviews conducted with three restaurant owners in Akureyri. Questionnaire was also sent to all restaurants in Akureyri to receive statistics of the matter. The main results of the study indicate that Akureyri's restaurants are aware of the importance of marketing, but few have a marketing manager in charge of marketing and does not seem to be much strategic planning behind their marketing. The owners are mostly in charge of the marketing themselves and are therefore likely to miss out on various opportunities and business that would otherwise be available if the marketing had a stronger strategy.
Keywords: Marketing, pandemic, Covid-19, restaurants, Akureyri
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerð Pálmey Kamilla Pálmadóttir.pdf | 816,8 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Efnisyfirlit.pdf | 110,05 kB | Opinn | Efnisyfirlit | Skoða/Opna | |
Heimildaskrá.pdf | 121,08 kB | Opinn | Heimildaskrá | Skoða/Opna |