is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37626

Titill: 
 • Leiðin út : fangelsi, geymslustaður fyrir afbrotamenn eða endurhæfingastöð fyrir einstaklinga sem villst hafa af braut?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi spyr og leitast við að svara því hvort íslensk fangelsi séu geymslustaður eða endurhæfingarstöð fyrir fanga. Kenningar sem varða viðfangsefnið eru útskýrðar og íslensk fangelsi og helstu meðferðarúrræði þeirra skoðuð. Markmið betrunar í fangelsum er að endurhæfa fanga á meðan afplánum stendur yfir. Endurhæfing á að undirbúa fanga fyrir lífið eftir afplánun og er talin farsæl leið til að hjálpa þeim að stíga að nýju út í samfélagið. Vel undirbúin samfélagsaðlögun skiptir sköpum þegar kemur að því að fá fanga til að snúa baki við gömlum lifnaðarháttum. Rannsóknir hafa sýnt fram á háa endurkomutíðni fanga en með faglegum vinnubrögðum og réttum meðferðarúrræðum eins og aukinni menntun má sporna við því. Meirihluti fanga á það þó sameiginlegt að hafa verið í áfengis- og vímuefnaneyslu áður en þeir eru fangelsaðir. Mikil þörf er því á endurhæfingu eða meðferð fyrir þá því talið er að allt að 90% þeirra snúi aftur á sömu braut eftir að afplánun er lokið. Íslenskar meðferðarstofnanir taka við föngum í áfengis-og fíkniefnameðferð að uppfylltum sérstökum skilyrðum. Helstu lykilatriði fyrir velgengni í enduraðlögun fanga að samfélaginu er stuðningur frá fjölskyldu hans svo og líkamlegt og andlegt heilsufar. Einnig skiptir miklu máli að hans bíði húsnæði og atvinna svo hann geti upplifað sig sem nýtan þjóðfélagsþegn. Fyrrverandi fangar eiga oft í erfiðleikum með að fá vinnu sem má rekja til þeirrar stimplunar sem fylgir því að vera á sakakrá. Þeim reynist oft erfitt að losa sig við þann félagslega stimpil að vera fyrrverandi afbrotamaður og getur það verið íþyngjandi og gert það að verkum að erfitt er að byrja upp á nýtt. Virk þátttaka í þeim verkefnum sem í boði eru á meðan á fangelsisvist stendur getur verið hvatning fyrir fanga að gerast löghlýðnir þjóðfélagsþegnar eftir að afplánun lýkur. Þrátt fyrir að betrun þyki þjóðhagslega hagkvæm gengur erfiðlega að fá fjármagn úr ríkissjóði til verkefna af þessum toga. Beiðnum um fjárveitingar sem eiga að stuðla að betri meðferðarúrræðum í fangelsum hefur oftar en ekki verið synjað og mikilvægi þeirra ekki kostnaðarmetið sem skyldi. Það er því ljóst að víða er pottur brotinn í íslensku samfélagi og ljóst að fagleg vinnubrögð og skilvirk meðferðarúrræði eru mikilvægur þáttur til að sporna við ítrekuðum endurkomum afbrotamanna í fangelsin.
  Lykilhugtök: Fangelsi, meðferðarúrræði, betrun, stimplun

 • Útdráttur er á ensku

  This essay seeks to answer the question whether Icelandic prisons are detention storage or rehabilitation for prisoners. Theories that can be applied to the subject matter will be described, prisons in Iceland are examined as well as the main treatments they offer. The main purpose of the improvement in prisons is to rehabilitate prisoners while serving sentence. Rehabilitation aims to prepare prisoners for life after serving their sentence and it is considered a successful way to help them re-enter the society. Well prepared social integration is crucial when it comes to urging the prisoners to abandon their old way of living. Studies have shown high rates of reentry of prisoners, but with professional help, proper treatment and increased education this can be prevented. The majority of prisoners, however, have had problems with alcohol and drug abuse before they are imprisoned. They are in urgent need of rehabilitation or treatment because it is believed that up to 90% of them return to the same path after their sentence is completed.
  Icelandic treatment institutions accept prisoners into alcohol and drug treatments under specific conditions. The key factor for rehabilitation being successful is for the prisoner is to return to the society with support from his family and and his physical and mental health are also very important. It is also important that he has a home and job waiting when he returns from prison which allows him to experience himself as a good member of the society. Former prisoners are often struggling to find work due to the label that comes with having a criminal record. It can be very hard to get rid of this social label to be an ex-offender and it can be burdensome and therefore, it might become very difficult to start over. Active participation in projects available to prisoners while in prison might be a motivation for them to become law-abiding citizens after completion of their sentence. Although rehabilitation is considered economically efficient, it has been difficult to obtain funding from the state for projects of this nature. Requests for funding for projects that will contribute to better treatment in prisons have often been rejected and the importance of the costs not evaluated correctly. It is clear that things could be done more efficiently in Icelandic society regarding this matter. Moreover, professionalism and effective treatment are very important factors in preventing the repeated re-entry to prisons.
  Key Words: Prison, treatment, correction, Labeling

Samþykkt: 
 • 19.2.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37626


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni BA.pdf382.76 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna