is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37630

Titill: 
  • "Þú átt að geta verið í 100% stöðu, mér finnst það bara mannréttindi.“: Áhrif þrískiptrar vaktavinnu á jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Upplifun og reynsla hjúkrunarfræðinga á Íslandi.
  • Titill er á ensku „You should be able to work full time, it‘s only fair.“: The experience and effects on work/life balance of nurses in Iceland working 8 hour shifts.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið rannsóknarinnar er að kanna hver reynsla og upplifun hjúkrunarfræðinga á Íslandi í þrískiptri vaktavinnu er af jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Samkvæmt kenningum hefur ánægja heima fyrir áhrif á líðan og ánægju í vinnunni og öfugt. Of miklar kröfur í starfi valda árekstrum á milli vinnu og einkalífs á meðan sjálfsstjórn yfir starfi eykur jafnvægi.
    Gerð var viðtalsrannsókn sem náði til 13 hjúkrunarfræðinga úr öllum landshlutum Íslands. Niðurstöður rannsóknarinnar samræmast öðrum rannsóknarniðurstöðum um jafnvægi á milli vinnu og einkalífs hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræðingar sem vinna eftir óreglulegri, þrískiptri vaktaskýrslu finna fyrir árekstrum þegar kemur að jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Áhrifin eru það mikil að aðeins örfáir hjúkrunarfræðingar á Íslandi treysta sér til að vera í 100% starfshlutfalli.
    Upplifun hjúkrunarfræðinga af álagi og kröfum og tengslum þeirra við jafnvægi á milli vinnu og einkalífs er ólík eftir því hvort starfað er á litlum sjúkrahúsum á landsbyggðinni eða á stærri sérhæfðu sjúkrahúsunum. Á litlu sjúkrahúsunum eru hjúkrunarfræðingar mikið einir á meðan hjúkrunarfræðingar á stærri sjúkrahúsum eru að sinna veikari skjólstæðingum.
    Hjúkrunarfræðingum reynist erfitt að finna jafnvægi en segja það þó hægt með góðu skipulagi. Allar upplifa þær töluvert álag í starfi, þreytu, kröfur og ábyrgð. Viðmælendur voru sammála um að stytting vinnuvikunnar væri af hinu góða þrátt fyrir töluverða óánægju með kjarasamninga hjúkrunarfræðinga.
    Hugtök: Jafnvægi milli vinnu og einkalífs, vaktavinna, hjúkrunarfræðingar, álag, kröfur, stytting vinnuvikunnar

  • Útdráttur er á ensku

    The main objective of the study is to assess the experience of nurses in Iceland, who work in rotating shift system, of work/life balance. According to theories work/life balance increases satisfaction both at home and at work. Excessive demands at work cause conflicts between work and private life, while self-control over work increases balance.
    Interviews with open-ended questions were taken with 13 nurses, all female, from all parts of Iceland. This method was used to achieve better depth and insight into the subject as well as an understanding of the interviewees‘ experience.
    The results of the study are consistent with other research findings on nurses‘ work/life balance. Nurses who work in a irregular shiftwork system experience work/life conflicts. In consequence very few nurses with irregular shifts manage to work a full time job.
    Nurses' experience of strain and demands and it‘s relationship to work/life balance differs depending on whether they work in small hospitals in the countryside or in larger specialized hospitals. In the small hospitals, nurses often work alone, while nurses in larger hospitals are caring for more critical patients.
    What the majority had in common was that it is difficult to find balance, but possible with good organization. All of them experience considerable workload, fatigue, demands and responsibilities. Interviewees‘ agreed that the shortening of the work week was a good thing, despite considerable dissatisfaction with the wage agreements.
    Concepts: Work/life balance, shiftwork, nurses, strain, demands, redused work hours.

Samþykkt: 
  • 22.2.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37630


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AldeyUnnarTraustadóttir_MS_lokaverk2.pdf540.31 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing_AldeyUnnarTraustadóttir.pdf132.57 kBLokaðurYfirlýsingPDF