is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37634

Titill: 
  • Stefna í átt að árangri : eru tengsl á milli stefnumiðaðrar stjórnunar og starfsánægju?
  • Titill er á ensku Strategy towards success : is there a relationship between strategic management and job satisfaction
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar skýrslu er að rýna í gildi stefnumótunar fyrirtækja og áhrifa hennar á starfsfólk þeirra. Sérstaklega eru skoðuð tengsl á milli virkrar stefnu og starfsánægju sem varpað gæti ljósi á mikilvægi virkrar stefnu í daglegri stjórnun fyrirtækja. Rætt var við þrjá stjórnendur. Niðurstöður gáfu til kynna að stefnumótun skipti miklu máli á hvern hátt þeir nálguðust sín verkefni og stjórnun á sínum vinnustað. Þegar stefnumótun er vel miðlað til undirmanna, þá opnast tenging við markmið fyrirtækisins og af því hlýst aukið sjálfstæði í starfi, sem leiðir af sér aukna skilvirkni og almennt meiri starfsánægju hjá undirmönnum.
    Rannsóknin byggir á svörum starfsmanna tveggja fyrirtækja, BL ehf. og Artasan ehf. Alls tóku 125 manns þátt í rannsókninni og var svarhlutfall 55,5% hjá þeim er fengu boð um þátttöku. Allar niðurstöður úr greiningunum sýndu jákvæða fylgni milli þátta við starfsánægju og í 72,2% tilfella töldust niðurstöður marktækar (p < 0,05). Niðurstöður sýndu að mesta fylgni við starfsáægju á einstaka þáttum var þegar starfsmenn létu markmið fyrirtækis síns skipta sig máli (r = ,592), að fyrirtækið ynni markvisst með stefnuna (r = ,385) og að stefnan væri að nýtast starfsmönnum við dagleg störf (r = ,318). Þegar horft var til undir- og yfirþema mátti sjá að mesta fylgnin við starfsánægju var við yfirþemað markmið (r = ,460), undirþemað virk stefna (r = ,324) og undirþemað almenn stefna (r = ,263).
    Af viðtölum við stjórnendur mátti líta svo á að Artasan ehf. væri stefnumiðaðra heldur en BL ehf. þar sem innleiðing nýrrar stefnu hefur verið í framkvæmd frá upphafi ársins. Niðurstöður sýndu fram á að veikt samband væri milli stefnumótandi þátta á starfsánægju hjá BL ehf. (r = ,458) en sterkt samband hjá Artasan ehf. (r = ,730). Af þessum niðurtöðum, má leiða að því líkum að því meira sem starfsmenn tengja við stefnumarkandi þætti í sínu starfsumhverfi, þá aukist líkur á starfsánægju meðal fyrirtækja. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna fram á að stefnumiðuð stjórnun er líkleg til þess að þau markmið nái fram að ganga.
    Veikleikar þessarar rannsóknar eru helst þeir að hún var einungis framkvæmd hjá tveimur fyrirtækjum og að ekki er hægt að færa sönnur á að annað fyrirtækið sé stefnumiðaðra heldur en hitt, heldur byggja þær forsendur á útkomu einstakra þátta rannsóknarinnar. Mælt er með að framkvæmdar verði víðtækari rannsóknir sem í framhaldi af þessari rannsókn.
    Lykilorð: Stefnumiðuð stjórnun, stefnumótun, starfsánægja, stjórnun.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this study is to consider the value of organization policy and it‘s impact on employees. In particular, the study is focused on the relationship between policy focused approach and job satisfaction of employees. In turn, looking into the importance of strategy focused governance within organizations. Interviews were conducted with three senior managers. Their outlook indicated that organization policy was quite important in how they approached their daily tasks, and management in their workplace. When policy eminates to subordinates, and is clearly understood, it becomes easier for them to connect with the goals of the company. This provides latitude and independence in their work, resulting in greater efficiency and increased job satisfaction among subordinates.
    Two companies participated in this study, BL ehf. and Artasan ehf. In total, 125 participants answered the questionnaire of this study with a response rate of 55,5%. Analysis indicated a positive correlation between strategic factors and job satisfaction with 72,2% of the results being statistically significant (p < 0,05). Results showed the highest correlation regarding job satisfaction on following independent factors; company goals matter to me (r = ,592), my company uses it‘s policy strategically (r = ,385) and the company policy is supportive in my everyday job (r = ,318). When focused on main and sub themes the highest correlation with job satisfaction was related to; goals (r = ,460), active strategy (r = ,324) and general strategy (r = ,263).
    From the interviews, one may assume that Artasan ehf. has greater strategic focus than BL efh., since they implemented a new strategy earlier this year. The study indicated a weak relationship between policy factors and job satisfaction at BL ehf. (r = ,458) but a strong relationship at Artasan ehf. (r = ,730). Thus, the assumption can be made that employees relate strongly to relevant policy/strategy in their work environment with subsequent increase in job satisfaction. With strategically focused approach in management, more likely is the realization of that goal.
    This study is not without limitations. There were only two companies participating in this study. In addition, there is no available data supporting the possible assumption that one of the company is more focused on strategic policy than the other. Further studies on a wider scale are in order. They may bring about further understanding of the subject. Further understanding of the subject should be illuminated by such an undertaking.

Samþykkt: 
  • 22.2.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37634


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Brynjar_Elefsen_Oskarsson_MS_Lokaverk.pdf1,18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_Brynjar_Elefsen_Oskarsson.pdf57,04 kBLokaðurYfirlýsingPDF