Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37635
Skrifstofustarfsfólk flugfélagsins Icelandair fór í fjarvinnu í kjölfar Covid-19 heimsfaraldursins árið 2020. Markmið rannsóknarinnar var að skoða fjarvinnu út frá tveimur rannsóknarspurningum, hvaða áhrif hefur fjarvinna á starfsánægju hjá starfsfólki og hvaða áhrif hefur fjarvinna á líðan starfsfólks. Blönduð aðferð var notuð í rannsókninni þar sem megindleg spurningakönnun var lögð fyrir skrifstofustarfsfólk fyrirtækisins og eigindleg hálfopin viðtöl (e. semi-structured interviews) tekin við sex stjórnendur og millistjórnendur innan fyrirtækisins sem voru með mannaforráð. Þar voru kannaðir þeir þættir sem hafa haft áhrif á starfsánægju og líðan í fyrri rannsóknum. Áhrif fjarvinnu á starfsánægju var mismunandi á milli hópa, hún jókst hjá hluta starfsfólks og minnkaði hjá öðrum. Þeir sem voru með minnsta jafnvægið á milli vinnu og einkalífs upplifðu minni starfsánægju. Flestir stjórnendur töldu að fjarvinna hefði neikvæð áhrif á líðan starfsfólks. Fyrirtækið gekk í gegnum mikla óvissutíma samhliða því að heimsfaraldur Covid-19 hafði mikil áhrif á samfélög um heim allan. Mikið var um hópuppsagnir í fyrirtækinu samhliða því að fólk var í fjarvinnu. Það getur einnig haft áhrif á niðurstöður rannsóknarinnar.
Office employees from the airline operator Icelandair teleworked following the Covid-19 pandemic in the year 2020. This research aimed to look at the effect of telework on job satisfaction and well-being. A mixed method was used as a quantitative questionnaire for office employees at Icelandair and qualitative semi-structured interviews took place with managers within the company. Factors that have in previous research affected job satisfaction and well-being were explored with those methods. Employees with the least work-life balance had lower job satisfaction. Most managers thought that telework affected the well-being of their employees negatively. The company was going through a rough patch caused by the Covid-19 pandemic, which affects societies worldwide. Collective redundancies repeatedly happened during the first half of the year. Those factors could also affect the findings of this research.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirlysing_ThoraHalldoraGunnarsdottir.pdf | 30.35 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
ThoraHalldoraGunnarsdottir_MS_lokaverk_2.pdf | 929.94 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |