Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37638
Þar sem við störfum báðar við Patreksskóla þótti okkur tilvalið að skrifa lokaverkefni sem myndi tengjast skólanum. Við vorum sammála um að verkefnið ætti að fjalla um skólalóðina og hvernig væri hægt að nýta hana betur. Við teljum að hægt sé að nýta skólalóðina mun betur og komum hér með tillögur til úrbóta. Í greinargerðinni kemur fram hvernig ástand lóðarinnar er núna og hvernig hún er notuð. Rannsóknarspurninginn okkar var: Hvernig getum við bætt lóðina þannig að hún uppfylli þau skilyrði sem þurfa að vera til staðar til þess að nemendur geti þroskast, hreyft sig og fundið afþreyingu við sitt hæfi? Markmið greinargerðarinnar er að koma með hugmyndir að lausnum til að bæta og nýta skólalóðina betur. Margar af lausnunum er hægt að framkvæma strax en sumar eru kostnaðarsamari og tekur lengri tíma að hrinda í framkvæmd. Við rýnum í mikilvægi hreyfingar og hvaða áhrif hún hefur á skólabrag. Einnig skoðuðum við áhrif snjalltækja á hreyfingu barna og kosti útikennslu. Með greinargerðinni fylgir handbók sem starfsfólk Patreksskóla getur nýtt við skipulag frímínútna en þar er að finna stutta starfslýsingu á starfi þeirra sem sinna útigæslu sem og útskýringar á fjöldanum öllum af leikjum. Einnig er þar að finna hugmyndabanka sem nýtist í starfi í frímínútum og hugmynd að útikennslu. Þó handbókin sé sniðin að starfsmönnum Patreksskóla nýtist hún þó öllum þeim sem starfa með börnum og vantar hugmyndir að leikjum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni - Greinargerð.pdf | 2,07 MB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna | |
Lokaverkefni - Handbók.pdf | 667,68 kB | Opinn | Viðauki | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing_AMA_JHS.pdf | 358,95 kB | Lokaður | Yfirlýsing |