is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37640

Titill: 
  • Áhrif snjalltækja á málþroska barna og ungmenna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fjöldamörg börn og ungmenni nú til dags fara ekki langt frá snjalltækjum sínum og eru eiginlega sítengd við samfélagsmiðla sem og ýmislegt afþreyingarefni dag sem nótt. Börn í dag alast upp í tæknimiðuðu samfélagi enda hefur tæknin rutt sér til rúms í þessu nútímasamfélagi sem við búum í, en með henni fylgja hinir ýmsu kostir og gallar. Snjalltæki eru orðin nokkuð almenn eign hér á landi og hefur snjalltækjanotkun meðal barna og ungmenna aukist á síðustu árum. Með þessari fjölgun hafa samskipti barna og foreldra þeirra breyst töluvert. Lykilþáttur í málþroska barna er að þau séu í góðu málumhverfi sem kemur frá umönnunaraðilum, en mikilvægt er að þeir leggi snjalltækið niður annað slagið til að skapa umræður með barninu. Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á bæði neikvæð og jákvæð áhrif sem snjalltækjanotkun hefur á málþroska barna og ungmenna eins og staðan er nú. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar benda til að aukin snjalltækjanotkun hafi neikvæð áhrif á orðaforða, málfræði, lesskilning og máltjáningu barna og ungmenna svo eitthvað sé nefnt. Hins vegar eru jákvæð áhrif m.a. að sköpunargáfa örvast og enskukunnátta barna og ungmenna eflist. Þarft er að upplýsa fullorðna um áhrifaþætti snjalltækjanotkunar meðal barna og ungmenna í þessu tæknimiðaða samfélagi. Fullorðnir mega heldur ekki gleyma að líta í eigin barm þegar kemur að eigin snjalltækjanotkun.

Samþykkt: 
  • 22.2.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37640


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlysing_BA-Asdis_Erla_Petursdottir.pdf108.27 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Lokaritgerdin-Asdis_Erla.pdf334.52 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna