Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37641
Verkefni þetta er rannsóknarverkefni um starfandi barnakennara í Suður- og Norður-Þingeyjarsýslu, Norður- og Suður-Múlasýslu árið 1950. Verkefninu er ætlað að varpa ljósi á félagsleg og lýðfræðileg einkenni barnakennaranna en vissir þræðir eru raktir nokkuð lengra. Vísbendingar eru um að barnakennarastéttin hafi í þann mund verið að taka stakkaskiptum, en svipmót stéttarinnar hafði tekið miklum breytingum eftir miðja 20. öld. Rannsóknin byggir á megindlegri aðferðafræði þar sem gögn voru skráð í tölvutækt form svo unnt væri að greina helstu einkenni kennara. Þáttakendur rannsóknarinnar voru allir starfandi barnakennarar á því svæði sem rannóknin tekur til árið 1950. Niðurstöður benda til þess að karlar hafi verið í miklum meirihluta kennara, enda vildu aðstæður í þjóðfélaginu frekar binda konur við húsmæðrastörf og barnauppeldi. Menntunarstig kennara á svæðinu verður að teljast frekar hátt, en sterkasta stöðu höfðu konur sem kenndu við fasta skóla í kaupstöðum, auk þess sem þær höfðu sterkan félagslegan bakgrunn. Gera má ráð fyrir að þær hafi þurft traustara bakland en samstarfsmenn þeirra til þess að fá skipun í stöðu barnakennara. Loks benda niðurstöður til viðvarandi breytinga á einkennum farkennarastéttarinnar, hvað varðar aldur og starfsreynslu. Með tilliti til fyrri rannsókna má gera ráð fyrir því að þessar breytingar hafi verið að gerast einmitt um þessar mundir.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni..pdf | 516,21 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing..pdf | 175,68 kB | Lokaður | Yfirlýsing |