is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37642

Titill: 
 • Hugurinn ber þig hálfa leið : "Ég hafði aldrei lært í rauninni að læra"
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • ,,Mennt er máttur“ hefur verið sagt við flest öll börn og ungmenni og með þessum orðum er verið að ýta undir þá staðreynd að menntun sé undirstaða þess að hafa í sig og á og geta náð langt í lífinu. Eins og staðan er á Íslandi í dag þá er miðað við að nemendur sem eru orðnir 25 ára nýti sér önnur úrræði en framhaldsskólana og menntaskólana. Ekki eru allir sem hafa náð að klára framhaldsskólanám á tilætluðum tíma og þurftu frá að hverfa vegna ýmissa ástæðna. Mikið af því fólki á ekki auðvelt með það að koma aftur í nám og lætur hjá líða að taka upp þráðinn seinna á lífsleiðinni. Þegar fólk er komið á þann stað að vera fast í láglaunastarfi og með nokkur börn og bara með sitt grunnskólapróf á það erfitt með að sækja sér frekari menntun. Hringsjá er úrræði fyrir fólk sem einhverra hluta vegna hefur ,,helst úr lestinni“ og býður skólinn upp á mjög gott úrræði fyrir fólk sem er að koma aftur í nám eftir langt hlé eða treystir sér ekki í almennann framhaldsskóla. Til þess að geta stundað nám við Hringsjá þurfa nemendur að hafa náð 18 ára aldri.
  Margir nemendur sem fara í Hringsjá og klára þriggja anna nám þar eru eldri en 25 ára þannig að það er ekki alltaf auðvelt fyrir þá að vera gjaldgenga í aðra framhaldsskóla eftir útskrift.
  Það eru til fleiri úrræði sem standa fólki til boða sem á að undirbúa það fyrir frekara nám en eftir því sem ég kemst næst er ekki eins mikill framhaldsskólabragur á því og hjá Hringsjá en þá er ég að tala um Grettistak, Kvennasmiðjuna og Karlasmiðjuna. Þar er meiri undirbúningur fyrir atvinnulífið en nám, þó að undirbúningur fyrir nám eigi sér líka stað.
  Ég tók viðtöl við sex einstaklinga sem höfðu lokið þriggja anna námi hjá Hringsjá til þess að sjá hve margir þeirra hafa haldið áfram námi og hvernig þeim líkaði að stunda nám við Hringsjá. Helstu niðurstöður er þær að viðmælendur mínir voru mjög ánægðir með bæði nám og utanumhaldið hjá Hringsjá og höfðu allir nema einn haldið áfram námi við aðra skóla.

Samþykkt: 
 • 22.2.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37642


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð lokin.pdf994.69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysingAstaJona.pdf182.61 kBLokaðurYfirlýsingPDF