is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37644

Titill: 
  • Málleg samskipti í leikskóla : samræður starfsmanna leikskóla við börn sem hafa íslensku sem annað mál
  • Titill er á ensku Language interactions in kindergarten : conversations of kindergarten’s personnel with children who have Icelandic as a second language
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn voru skoðuð málleg samskipti starfsmanna við leikskólabörn með íslensku sem annað tungumál (ísl2börn). Rannsóknin byggir á fræðilegum bakgrunni erlendra og innlendra rannsókna á málþroska barna. Þar er sýnt fram á mikilvægi málörvunar og þá sér í lagi samræðna við börn til að styðja við málþroska þeirra (Romeo o.fl., 2018). Afar þýðingarmikið er að skoða málörvun sem ísl2 börn fá í leikskóla í ljósi þess að niðurstöður rannsókna gefa ástæðu til að ætla að þessi barnahópur taki almennt litlum framförum í íslensku á leikskólaárum sínum. Ísl2 börn eru að jafnaði með mun minni íslenskan orðaforða en börn sem eiga íslensku að móðurmáli (ísl1) og þessi munur hefur tilhneigingu til að aukast með ári hverju yfir alla grunnskólagöngu barnanna (Aneta Figlarska o.fl., 2017; Sigríður Ólafsdóttir o.fl., 2016). Þá hefur komið í ljós að íslenskur orðaforði er drifkraftur lesskilnings hjá þessum barnahópi. Fyrir börn sem nota ekki íslensku með fjölskyldu sinni er þýðingarmikið að nýta árin í leikskólanum vel. Þar gefast hugsanlega einu tækifæri barnanna til að öðlast og efla stöðugt færni sína í íslensku. Meginmarkmið rannsóknarinnar voru að skoða samræður kennara og annarra starfsmanna við ísl2 leikskólabörn og bera saman við samræður þeirra við börn með íslensku sem móðurmál (ísl1). Þátttakendur rannsóknarinnar voru átta starfsmenn og fjögur ísl2 leikskólabörn ásamt 21 ísl1 barni. Myndbandsupptökur voru notaðar og samtölin skráð orðrétt. Kannaður var fjöldi orða á mínútu, fjöldi mismunandi orða og meðaltíðni orða (Jóhanna Thelma Einarsdóttir o.fl., 2019) sem notuð voru í samræðunum. Að sama skapi voru skoðuð sérstaklega tilgangur og eðli samræðnanna, hvort þær voru a) bein orðræða, b) að gefa upplýsingar, hrósa eða útskýra, c) orðainnlögn og endurtekningar orða, d) lokaðar spurningar eða e) opnar spurningar sem fóru fram í gagnkvæmum tjáskiptum á milli kennara og barna. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að ísl2 börnin fengu færri orð á mínútu og orðin voru að meðaltali algengari en orðin sem notuð voru í samræðum við ísl1 börnin. Þá fengu ísl2 börnin í meira mæli beina orðræðu á meðan ísl1 börnin fengu meira af orðainnlögnum og opnum spurningum. Þessar niðurstöður eru áhyggjuefni í ljósi þess að rannsóknir sýna mikilvægi þess að starfsfólk leikskóla sæki í samræður við börn, leggi inn ný orð, beini til þeirra opnum spurningum sem hvetja þau til að tjá sig. Á þann hátt er þeim gert kleift að taka stöðugum framförum í málfærni sinni.

  • Útdráttur er á ensku

    This research examined language interactions of staff with kindergarteners who had Icelandic as a second language (Ice2 children). The research is based on scholarly background from foreign and Icelandic studies on children’s language development, demonstrating the importance of language stimulation and especially mutual conversations with children to support their language development (Romeo o.fl., 2018). It is particularly important to observe the language stimulation that Ice2 children are exposed to in kindergarten given that research findings indicate that this group of children takes in general little improvements in Icelandic during their years in kindergarten. Ice2 children generally have significantly less Icelandic vocabulary than age peers with Icelandic as a native language (Ice1 children) and this difference has the tendency to increase with each year throughout the elementary school years (Aneta Figlarska o.fl., 2017; Sigríður Ólafsdóttir o.fl., 2016). It has come to light that Icelandic vocabulary is the driving force for reading comprehension development among Ice2 children. It is important for children who do not use Icelandic with their family to benefit the most from the years in the kindergarten. There might possibly be the children’s only opportunities to obtain and strengthen their skills in Icelandic. The main goal of this research was to examine conversations of teachers and other staff with Ice2 children and compare with their conversations with Ice1 children. Participants in the research were eight employees and four Ice2 children as well as twenty-one Ice1 children. Video recordings were used, and the conversations registered word-for-word. Number of words per minute, number of different words and the average frequency of words (Jóhanna Thelma Einarsdóttir o.fl., 2019) were examined. Additionally, the goal and the nature of the conversations were analysed; whether they were a) direct speech, b) providing information, praising or explaining (inform), c) close-ended questions (question), d) word input and repetition of words or e) open-ended questions (discuss) that took place in mutual communications between staff and children. The findings showed that the Ice2 children received fewer words per minute and that the words were on average more common than the words used in the conversations with the Ice1 children. The Ice2 children received more direct speech while the Ice1 children received more word input and repetitions of words, as well as open-ended questions. These conclusions are worth considering in the view of research findings showing the importance of kindergarten’s personnel engagement in conversations with children, introducing to them new words and direct open-ended questions to them that encourage them to express themselves. In that way they would be given valuable opportunity to take constant improvements in their Icelandic language skills.

Samþykkt: 
  • 22.2.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37644


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ástrós Þóra Valsdóttir lokaskil 25.janúar.pdf1.38 MBLokaður til...19.02.2023HeildartextiPDF
Yfirlýsing vegna lokaverkefnis.pdf48.56 kBLokaðurYfirlýsingPDF