is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37645

Titill: 
  • Aukin skapandi skrif innan kennslustofunnar : íslenska á grunn- og framhaldsskólastigi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Íslenska, líkt og fleiri faggreinar, hefur löngum verið kennd á þá vegu að nemendur þurfa að passa inn í ákveðinn ramma. Mismunandi leiðir til kennslunnar geta hentað betur fyrir nemendur sem hafa ólíka styrkleika og fjölbreyttar leiðir til að læra og tjá sig. Íslenskukennsla á að vera skemmtileg og nemendur ættu að fá að kynnast því að leika sér að málinu; um leið og þeir komast upp á lagið með það verður nám þeirra auðveldara og skemmtilegra. Ein leið til þess er sú að nýta skapandi skrif meira í náminu, bæði á grunn- og framhaldsskólastigi. Í þessu lokaverkefni verður farið yfir ýmsar leiðir sem fara má til að auka skapandi skrif innan kennslustofunnar í grunn- og framhaldsskóla, og einnig sýndur samanburður við algenga kennsluhætti nútímans.
    Munur er á formi grunnskóla- og framhaldsskólakennslu en er grunnurinn oftast sá að við viljum varðveita mál okkar, styrkja það og veita samfélagi framtíðarinnar góð tækifæri til þess sama. Hægt er að nýta skapandi skrif í íslenskukennslu á flestum sviðum hennar. Þjálfa má tækni nemenda til ritunar og góðrar málfræði með því að nýta tæki á borð við ljóðasmíð, söguskrif og annað sem ýtir undir góða og örugga málvitund. Því koma einnig fram hugmyndir að uppbyggingu kennslu í þremur liðum; örsagna-, þjóðsagna- og ljóðagerð.

Samþykkt: 
  • 22.2.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37645


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing_bra18.pdf317.29 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Lokaverkefni_birtaros.pdf355.91 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna