is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37647

Titill: 
 • "Ég vil ekki að þau upplifi það sama og ég" : mæður úr verkalýðsstétt : bernskureynsla, virkni og þátttaka í skólagöngu barnsins
 • Titill er á ensku „I don´t want them to experience the same as me“ : working-class mothers : childhood experience, activity and participation in the child's schooling
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ábyrgð og þátttaka foreldra í skólastarfi hefur fengið aukið vægi af hálfu menntayfirvalda á undanförnum árum. Lögð hefur verið áhersla á þátt foreldra í tengslum við nám barna sinna og stefnuna Menntun fyrir alla. Í rannsóknum hefur verið sýnt fram á að verkefni tengd þátttöku í skólastarfi sé að mestu leyti á ábyrgð mæðra og að mæður, sem tilheyra millistétt, séu virkastar. Áhrif stéttarbakgrunns hafa ekki verið skoðuð kerfisbundið á Íslandi og er þessi ritgerð liður í stærra verkefni þar sem þessi áhrif eru rýnd.
  Markmið þessarar rannsóknar er að rannsaka áhrif bakgrunns á virkni, val og þátttöku mæðra sem búa við kröpp kjör efnahagslega og eiga stutta skólagöngu að baki, í skólastarfi. Rannsóknin byggir á hálfopnum viðtölum við mæður sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Kenningaramminn er byggður á hugtökum Pierres Bourdieu og var þróaður af rannsóknarteymi verkefnisins Virkni, val og skyldur foreldra á íslenskum menntavettvangi: Samspil kyns og félagsstöðu. Valin voru átta viðtöl úr gagnasafni rannsóknarinnar. Helmingur viðtalanna, þ.e. fjögur þeirra, á við mæður sem eiga börn með skilgreinda þörf fyrir stuðning.
  Mæðurnar eru með grunnskólapróf en nokkrar eru í eða hafa lokið starfsnámi á framhaldsskólastigi. Engin býr í eigin húsnæði en nokkrar búa í félagslegri íbúð. Allar eru í aukavinnu og/eða skóla nema þær sem eru með örorku eða í endurhæfingu. Mæður, sem upplifðu stuðning í æsku og áttu gott bakland, mátu stöðu sína betri en þær sem bjuggu ekki yfir sömu upplifun. Áhersla þeirra er á að börnin gangi menntaveginn og lendi ekki í sömu stöðu og þær sjálfar.
  Niðurstöður úr greiningu gagna leiðir í ljós að allar mæðurnar bera megin ábyrgð á menntun barna sinna en þáttur feðra er lítill. Þær eru seinar til að eiga frumkvæði að samskiptum við kennara. Ef börnin eru með skilgreind frávik eru samskiptin meiri en fara alfarið eftir kennara. Börn þessara mæðra eiga erfiðara með að eignast vini. Réttur til stuðnings er ólíkur milli sveitarfélaga. Flutningur á milli hverfa getur haft mikil áhrif.
  Meginniðurstaða rannsóknarinnar er að staða mæðranna er veik innan skólasamfélagsins; þær/þeirra börn virðast ekki njóta góðs af auknum áherslum á foreldrastarf og þær upplifa sig minna virði í skólasamfélaginu.

 • Útdráttur er á ensku

  In recent years, educational authorities have given increased weight to parents’ responsibility for and participation in schooling. They have emphasised the parents’ part in connection with their children’s educational programme and the Education for All policy. Research has shown that tasks related to participation in schooling are, for the most part, the responsibility of mothers and that the most active mothers belong to the middle class. The effect of class background has not been systematically examined in Iceland, and this essay is part of a bigger project focusing on this effect.
  The goal of this research is to study how background affects the activity, choice, and participation in schooling of mothers living in harsh conditions and with little schooling. The research builds on semi-structured interviews with mothers living in the Reykjavik Metropolitan Area. The educational framework is based on the concepts of Bourdieu. It was developed by the research team in the project "Activity, choice and responsibilities of parents in the Icelandic education field: Interplay of gender and social status." Eight interviews were selected from the research database. Half of the interviews pertain to mothers having children with a defined need for support.
  The mothers have primary school diplomas, but several mothers are enrolled in or have completed vocational training at the secondary school level. No one owns their housing, and several live in social housing. All of them work overtime and/or attend school unless they are disabled or are undergoing rehabilitation. Mothers who experienced support in their youth and had good social support regarded their lot as better than those not having the same experience. They emphasise that their children shall pursue education and not be in the same position as they are.
  Conclusions from the analysis of data reveal that all the mothers bear the main responsibility for their children’s education, while the fathers’ part is small. The mothers are slow to take initiative in communication with teachers. If the children have specific deviations, there is more communication, but this completely depends on the teachers. The children of these mothers found it more difficult to make friends. Entitlement to support varied between municipalities. Moving between neighbourhoods could affect this.
  The main conclusion of the research is that the mothers’ position is weak in the school community; they/their children seem not to benefit from increased emphasis on parenting, and their experience is that they are of less value in the school community.

Samþykkt: 
 • 22.2.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37647


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BjörkAlfreðsdóttir M.Ed..pdf851.06 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing um meðferð á lokaverkefni.pdf79.11 kBLokaðurYfirlýsingPDF