Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37648
Farsælt skólastarf kallar á stöðuga viðleitni til að gera betur, þroskast, prófa nýja hluti, sýna áræði og þor. Í þessari ritgerð er greint frá starfendarannsókn sem unnin var frá vori 2019 til vors 2020. Markmiðið með rannsókninni var að efla rannsakanda sem kennslufræðilegan leiðtoga í faglegu lærdómssamfélagi. Rannsóknarspurningin rammaði inn viðfangsefnið og var rauður þráður í gegnum ferlið. Það var áskorun að skoða sjálfan sig í starfi þar sem tilgangurinn var að öðlast skilning á eigin starfi til að sinna betur kennslufræðilegri forystu og skólaþróun. Hugmyndafræði rannsóknarkennslustunda (e. lesson study) var leiðarljósið í ferlinu og var hún notuð til að nálgast viðfangsefnið. Þátttakendur í rannsókninni fyrir utan mig voru, kennarar í skólanum mínum og óbeinir þátttakendur voru nemendur þeirra. Helstu rannsóknargögn voru dagbókarskrif mín og hljóðupptökur af samtölum og fundum með kennurum og nemendum eftir rannsóknarkennslustundirnar. Niðurstöður rannsóknarinnar eru þær helstar að rannsóknarkennslustundir eru ákjósanlegt tæki til skólaþróunar og styrkir samband kennara og skólastjóra. Skólastjóri getur með því að vinna rannsóknarkennslu–stundir unnið að kennslufræðilegri forystu sinni en það krefst skipulags, tíma og sjálfsaga. Rannsóknarkennslustundir eru ein leið af mörgum til að sinna kennslufræðilegri forystu og þróa faglegt lærdómssamfélag og er raunhæfur vegur að feta og vel þess virði.
A successful school calls for constant efforts to improve, develop, try new things and show bravery and courage. This dissertation discusses an action research which whas carried out from spring 2019 to spring 2020. The aim of the study was to intensify myself as a pedagogical leader in a professional learning community. My research question framed the subject and was a recurrent theme throughout the process. It was a challenge to view myself with the purpose to gain understanding of my own job in order to better take care of pedagogical leadership and school development. The ideology of Lesson Study was my guiding light in the process and was used to approach the subject. Participants in the dissertation apart from me were teachers in my school and the indirect participants were their students. The main research data was my research diary and audio recordings of my conversations and meetings with teachers and their students after each Lesson Study. The main result of the research is that Lesson Study is an optimal tool for school development and strengthens the relationship between teachers and principal. The principal can by working with Lesson Study work on his pedagogical leadership but it requires, planning, time management and self–discipline. Lesson Study is one of many ways to take care of pedagogical leadership and develop professional learning community along with being a realistic path to take and well worth it.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BryndisGLokaskil05012021.pdf | 879,11 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing_BBG.pdf | 250,46 kB | Lokaður | Yfirlýsing |