is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3765

Titill: 
  • Meðalhófsreglan og beiting hennar við starfslok ríkisstarfsmanna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meðalhófsreglan er lögfest í 12. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 (hér eftir nefnd stjórnsýslulög) og er hún ein af mikilvægustu reglum stjórnsýsluréttarins. Reglan byggist á almennri óskráðri meðalhófsreglu sem hefur víðtækt gildissvið.
    Í þessari ritgerð verður fjallað um meðalhófsregluna og samspil hennar við reglur um starfslok ríkisstarfsmanna. Lögð verður áhersla á þær reglur í lögum nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (hér eftir nefnd starfsmannalögin) sem byggjast á meðalhófsreglunni og varða veitingu áminninga, frávikningu ríkisstarfsmanna og niðurlagningu starfa. Sú regla sem þar vegur þyngst er 44. gr. starfsmannalaganna, en í henni er kveðið á um að ef uppsögn á rætur að rekja til brota á starfsskyldum skuli veita starfsmanni áminningu áður en hægt er að segja honum upp starfi. Sú regla er eins konar sérregla um meðalhóf í stjórnsýsluréttinum. Reglur starfsmannalaganna um starfslok ríkisstarfsmanna eru settar til að vernda ríkisstarfsmenn, og setja ríkisstofnunum vissar skorður þegar ætlunin er að segja upp starfsmanni. Sú staða getur þó komið upp að ekki dugi að fara einungis eftir starfsmannalögum heldur þurfi einnig að gæta þess að meðalhófsreglan sé virt varðandi önnur atriði sem tengjast starfslokunum. Getur það því horft svo við að galli sé á málsmeðferð stjórnvalds við starfslok ríkisstarfsmanns þrátt fyrir að starfsmannalögunum hafi verið fylgt og eru það þá einna helst 12. gr. stjórnsýslulaga eða almenna óskráða meðalhófsreglan sem eru brotnar við þær aðstæður.
    Hér verður reynt að varpa ljósi á hvernig meðalhófsreglan hefur áhrif á regluverk starfsmannalaganna um starfslok opinberra starfsmanna. Litið verður til þess hvernig meðalhófsreglunni er beitt með starfsmannalögunum í málum er varða starfslok opinberra starfsmanna og hvaða áhrif hún hefur á starfslok ríkisstarfsmanna þegar þeim lögum sleppir. Ennfremur verður fjallað um gildi meðalhófsreglunnar þegar störf eru lögð niður vegna skipulagsbreytinga.

Samþykkt: 
  • 5.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3765


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Audur_Arny_fixed.pdf304.94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna