is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37650

Titill: 
  • Áhrif skjátækjanotkunar á þroskaferli barna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA gráðu í Uppeldis og menntunarfræði við Háskóla Íslands. Verkefnið er heimildaritgerð þar sem fjallað er um þrjá þroskaþætti barna og áhrif skjánotkunar á þessa þætti. Safnað var saman rannsóknum sem fjalla um eftirfarandi þætti, tungumála-, samskipta- og félagshæfni og í fyrstu köflum verkefnisins er fjallað um hvernig börn eru talin þroska þessa þætti. Í seinni hluta ritgerðarinnar var svo safnað saman rannsóknum sem fjalla um áhrif skjánotkunar á börn og þau viðmið sem heilbrigðisstofnanir ýmissa þjóða hafa gefið út um skjánotkun barna talin upp. Einn kafli er tileinkaður neikvæðum áhrifum skjánotkunar á þroska barna, annar kafli tileinkaður jákvæðum áhrifum skjánotkunar á börn og svo eru sérstaklega tekin fyrir áhrif skjánotkunar á tungumála-, og samskiptahæfni barna.
    Þessi ritgerð hefur sýnt fram á að óhófleg notkun þessara tækja geti valdið því að börn dragist aftur úr í þroska og geta myndað með sér heilsufarsvandamál, s.s. offitu og geðræn vandamál. Hins vegar ef að skjátæki eru notuð á markvissan hátt og jákvæðir miðlar notaðir þá virðast tækin geta eflt þroska barna. Spurningunni hver eru áhrif skjánotkunar á þroskaferli barna var svo reynt að svara. Markmið ritgerðarinnar er því að vekja foreldra til umhugsunar um áhrif skjánotkunar á börnin þeirra, hvernig hægt sé að nýta skjátækin á uppbyggilegan hátt og mikilvægi þess að gæta hófs í skjánotkun.

Samþykkt: 
  • 22.2.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37650


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð til skila Elín Rún.pdf385.48 kBLokaður til...02.02.2022HeildartextiPDF
Yfirlýsing.pdf53.12 kBLokaðurYfirlýsingPDF