is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37652

Titill: 
  • Flóttaleikir í skólastarfi : reynsla grunnskólakennara af notkun Breakout EDU í kennslu
  • Titill er á ensku Escape games in teaching : teachers´ experience of applying Breakout EDU in teaching at the primary and lower secondary school level
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að skoða reynslu íslenskra grunnskólakennara af notkun flóttaleikja í kennslu, sem og að skoða þann ávinning sem þeir telja að hljótist af notkun leikjanna. Til að nálgast þetta viðfangsefni var notast við aðferðafræði eigindlegra rannsókna. Tekin voru viðtöl við sex grunnskólakennara sem eiga það sameiginlegt að hafa reynslu af notkun flóttaleikja í kennslu með stuðningi af búnaði sem nefnist Breakout EDU. Fræðilegum hluta þessa verkefnis er skipt upp í þrjá hluta. Í þeim fyrsta er fjallað um innreið þeirrar nýjungar sem flóttaleikir eru í kennslu, sagt frá mismunandi útfærslum leikjanna, rannsóknum á notkun þeirra og viðhorfi kennara til leikjanna. Í öðrum hluta eru kynntar fjórar kennsluaðferðir sem tengjast flóttaleikjunum, það er lausnarleitarnám, leikjamiðað nám, samvinnunám og reynslumiðað nám. Í síðasta hlutanum eru nám og kennsla á Íslandi skoðuð í sögulegu samhengi og með tilliti til tækniþróunar. Fjallað er um menntastefnur 21. aldar og skoðuð áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á skólastarf. Jafnframt er fjallað um þá hæfni sem talið er að nemendur þurfi að búa yfir á 21. öld. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að flóttaleikir í kennslu hafi fyrst verið kynntir hér á landi í lok árs 2016. Viðmælendur töldu helsta ávinning af notkun leikjanna í kennslu vera að þeir ýttu undir samvinnu nemenda, rökhugsun, þrautseigju, sjálfstæði, skapandi hugsun, ályktunarhæfni og forvitni. Jafnframt töldu kennarar að nemendum þættu leikirnir skemmtilegir. Þetta er, að því best verður séð, fyrsta rannsóknin sem gerð hefur verið á flóttaleikjum í kennslu á Íslandi. Niðurstöðurnar gefa ágæta mynd af notkun leikjanna grunnskólum á Íslandi og endurspegla vel ávinning af leikjunum. Viðmælendur gefa líka hagnýt ráð fyrir kennara sem hafa áhuga á að nota leikina í kennslu.

  • Útdráttur er á ensku

    The main objective of this study was to examine the experiences of Icelandic schoolteachers regarding the use of escape games in education, as well as the perceived benefits thereof. The subject was approached qualitatively. Interviews were conducted with six schoolteachers who have working experience in using escape games based on equipment named Breakout EDU. The methodology section is divided into three parts. The first part details the rise of escape games as an educational method and describes the various game-formats. The second part introduces four types of educational approaches, i.e. problem-based learning, game-based learning, cooperative learning and experiential learning. The last part looks at teaching and education in Iceland from a perspective of history and technological advances. Various educational policies are considered, as well as the educational impact resulting from the 4th Industrial Revolution. The focus is also on the skills deemed to be vital for students to acquire, to prepare for 21st century challenges. The research finds that escape games were first introduced to Icelandic classrooms in late 2016. The participants believed that the main benefits presented by escape games were that they encouraged logic, perseverance, independence, creativity, inference and curiosity. The teachers also believed that the students enjoyed playing the games. This seems to be the first research into the use of escape games in classrooms in Iceland. The results are a good representation of the use of escape games in Icelandic schools and demonstrate clearly the benefits that the games have to offer. The participants also gave practical advice for teachers who are interested in using the games for their classes.

Samþykkt: 
  • 22.2.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37652


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hanna Lísa Einarsdóttir.pdf2.9 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing_HLE.pdf146.13 kBLokaðurYfirlýsingPDF