is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37655

Titill: 
  • Útivera eykur gleði : eflir áhuga og námsgleði nemenda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessa lokaverkefnis er að fjalla um hvernig útivera eykur gleði nemenda við nám. Börnum er eðlislægt að leika sér. Mig langar að sýna fram á að útikennsla hentar vel fyrir nemendur þar sem auðvelt er að fara út með kennslustundir og þar með vekja forvitni nemenda. Nemendur eru líklegri til þess að vera móttækilegri við raunveruleg viðfangsefni þegar þau eru úti við.
    Að geta upplifað og eignast nýjar minningar úti við en um leið lært í ýmsum námsgreinum er mikill kostur. Útikennsla hentar ákaflega vel fyrir nemendur með mikla hreyfiþörf og þá nemendur sem glíma við einbeitingarvanda í hefðbundnu bóknámi.
    Til stuðnings máli mínu styðst ég við fræðimennina Howard Gardner, Lev Vygotsky og John Dewey sem í kenningum sínum lögðu áherslu á þroska barna í gegnum leik og störf. Þeir segja að leikur og fjölbreyttar kennsluaðferðir efli þroska nemenda og félagslegra samskipta sem er mikilvægt í lífinu.

Samþykkt: 
  • 22.2.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37655


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlysing-Johanna_Kristin_Reynisdottir.pdf36.46 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Útivera eykur gleði..pdf434.37 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna