Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37657
Í nýrri menntastefnu Reykjavíkurborgar eru sjálfsefling og félagsfærni meðal lykilþátta. Markmið rannsóknarinnar er að skoða hvernig unnið er með þessa lykilþætti í tveimur grunnskólum í Reykjavík og hvernig áherslurnar birtast í skólastarfi og lífsleiknikennslu. Sjónum er einnig beint að því hvernig Reykjavíkurborg styður við innleiðingu á nýju menntastefnunni. Eigindleg rannsóknaraðferð var notuð við gagnaöflun og úrvinnslu gagna. Gagnaöflun samanstóð af viðtölum við þrjá lífsleiknikennara, einn námsráðgjafa, einn skólastjóra og einn aðstoðarskólastjóra. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að viðmælendur hafa skýra sýn á hvernig þeir vinna að því að efla félagsfærni og sjálfseflingu nemenda til að stuðla að aukinni farsæld. Eiginleikar kennaranna eru forsenda fyrir öflugri lífsleiknikennslu og kennsluhættir einkennast af markvissri áherslu á samræður, samvinnu, hlustun og að læra að bera kennsl á eigin tilfinningar og annarra. Áhersla er á að nemendur verði betur hugsandi þannig að þeir læri sér til gagns á eigin forsendum og nái að blómstra meðal annars með fjölbreyttu úrvali af valgreinum. Viðmælendur eru meðvitaðir um mátt orðanna og leitast er við að stuðla að gróskuhugarfari nemenda. Unnið er eftir áætlun um lífsleikni og áhrifa hennar gætir í öllu skólastarfi. Fram kemur að þörf er á frekari stuðningi frá Reykjavíkurborg við innleiðingu menntastefnunnar. Birtist það í skorti á upplýsingagjöf, stuðningi og eftirfylgni. Aðkallandi mál sem þoli ekki bið taka auk þess tíma starfsmanna og stjórnenda frá innleiðingunni. Einnig kemur fram að skortur er á samtali til að tryggja sameiginlega sýn og sátt um forgangsröðun verkefna. Má þar nefna undirmönnun og úrræðaleysi í skólakerfinu gagnvart viðkvæmum nemendahópum. Framlag rannsóknarinnar felst í því hvernig vinna má með markvissari hætti að félagsfærni og sjálfseflingu nemenda í öðrum skólum. Því til viðbótar gefur rannsóknin innsýn í þær ytri hindranir sem starfsmenn og stjórnendur glíma við í starfi sínu.
This study also looks at how the City of Reykjavik supports the deployment of the educational policy as social skills and self-empowerment are two key factors of the policy. Qualitative research methods were used for data acquisition and processing. Data acquisition consisted of interviews with three life skills teachers, one school counsellor, one headmaster and one deputy headmaster. The main results of the study are that interviewees have a clear vision on how they work to strengthen social skills and self-empowerment of students to contribute to increased success. The qualities of the teachers are a prerequisite for powerful life skills and teaching methods are characterised by systematic emphasis on conversation, cooperation, listening and learning to identify one’s own emotions as well as those of others. Endeavour is placed on making students better thinkers so that they may learn useful skills on their own premises and are able to thrive by, for example, offering a wide variety of optional subjects. Interviewees are conscious of the power of words and endeavour is placed on supporting fertile thinking. The education system works according to an educational plan on life skills and this influences all educational work. It appears that further support from the City of Reykjavik is needed to deploy this education policy. This appears in the form of lack of information, support and follow-up. Pressing matters also take time away from staff and management from deploying the policy. The study also shows that there is a lack of discourse to ensure a common goal and decision on which projects are prioritized. One can mention lack of staff and despondency in the educational system towards sensitive student groups. The contribution of this study is to show how it is possible to work in a more focused manner towards better social skills and self-empowerment of students in other schools. The study also offers an insight into the external obstacles encountered by staff and management in their work.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirlýsing.pdf | 205,23 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Stóra prófið er lífið sjálft.pdf | 828,35 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |