is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37658

Titill: 
  • "Þetta er tækifæri til að fara á félagslegan tilraunavöll“ : Frístund, samþætt skóla- og frístundastarf
  • Titill er á ensku "This is an opportunity to enter the grounds of social experiments”
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknar sem þessi ritgerð byggir á var að skoða samþætt skóla- og frístundastarf við Grunnskólann á Ísafirði, Frístund. Höfundur innleiddi verkefnið á sínum tíma með þann tilgang að koma betur til móts við þarfir barna bæði í skóla og frístundum. Með breytingum á Lögum um grunnskóla árið 2016 fékk starf frístundaheimila ákveðna viðurkenningu sem hluti af námsumhverfi grunnskólabarna. Samstarf aðila sem koma að skipulagi á námsumhverfi barna er misjafnt og mikilvægt að skoða það betur. Leitað var svara við því að hverju þurfi að huga þegar skapaðar eru aðstæður fyrir börn til að sinna alhliða menntun af áhuga og með gleði. Tilgangur rannsóknarinnar var að til yrði hagnýt þekking sem nýtist fag- og rekstraraðilum í skóla- og frístundastarfi. Það er von rannsakanda að niðurstöður nýtist þeim sem skipuleggja og sjá um að skapa aðstæður fyrir börn til að sinna alhliða menntun. Rannsóknin er tilviksrannsókn og byggir á eigindlegum viðtölum. Þátttakendur voru valdir með tilgangsúrtaki úr hópi starfsmanna, barna sem nú eru í Frístund og eldri barna sem tóku þátt í Frístundaverkefninu á sínum tíma. Niðurstöður rannsóknarinnar er að mikilvægt er að hafa mikið og gott skipulag þar sem allir vita til hvers er ætlast af þeim; rammi verkefnisins verður að vera skýr og allir að hafa möguleika á að segja sína skoðun. Skapa þarf traust svo samskipti geti verið hreinskiptin, lausnamiðuð og heiðarleg. Mikilvægt er að koma á fundum einu sinni eða tvisvar á ári þar sem allir sem að verkefninu koma geta átt samtal. Milli funda þarf upplýsingagjöf að vera markviss með það fyrir augum að ná til allra hópa í skólasamfélaginu. Gæta þarf vel að þeim börnum sem þurfa örlítið meiri þjónustu en flestir og fjölga þarf fagfólki sem sinnir frístundastarfi barna.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of the research on which this master's thesis is based was to examine integrated school and leisure activities, called Frístund, at Ísafjörður Primary School. The author introduced the project at the school with the aim of better meeting the needs of children both in school and leisure activities. With changes to the Compulsory School Act in 2016, the work of leisure centers received a certain recognition as part of the learning environment of primary school children. The co-operation of parties involved in the organization of children's learning environment varies and it is important to look at it more closely. Answers were sought as to what needs to be considered when creating conditions for children to pursue a comprehensive education with interest and joy. The purpose of the study was to create practical knowledge that will be useful to professionals and operators of school and leisure activities. The researcher hopes that the results will be useful to those who plan and create conditions for children to pursue a comprehensive education. The study is a case study and is based on qualitative interviews. Participants were selected with a purposive sample from the group of staff, children who are in Frístund today and children from the group of older children who had participated in the leisure activities project at a younger age. The results of the study are that it is important to have an advanced and effective organization where everyone knows what is expected of them, the framework of the project must be clear and everyone must have the opportunity to express their opinion. Trust needs to be built so that communication can be straightforward, solution-oriented and honest. It is important to establish meetings once or twice a year where everyone involved in the project can have a conversation. Between meetings, the provision of information must be purposeful in order to reach all groups in the school community. Children who need a little more service than most need to be taken care of, and professionals involved in children's leisure activities need to grow in numbers.

Samþykkt: 
  • 22.2.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37658


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Margrét Halldórs- Lokaskil 28.01.21.pdf744.24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman.pdf57.91 kBLokaðurYfirlýsingPDF