Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37659
Niðurstöður PISA 2018 benda til þess að læsi á náttúruvísindi hafi hrakað á síðustu árum á Íslandi. Niðurstöður rannsókna hér á landi sýna þó að viðhorf nemenda gagnvart náttúruvísindum eru jákvæð og að þeirra mati er góður stuðningur frá kennurum. Aftur á móti finnst þeim kennslan heldur kennarastýrð og hefðbundin. Þetta meistaraverkefni er eigindleg rannsókn sem fjallar um hvort og hvernig kennsluaðferðin læsisfimman (e. daily five) getur stuðlað að betri árangri í læsi á náttúrufræðitexta. Læsisfimman er skipulag yfir kennsluhætti og aðferðir í læsi, hún byggist á lýðræðislegu umhverfi, sjálfstæði nemenda og skiptist í fimm þætti: Sjálfstæðan lestur, félagalestur, hlustun, ritun og orðavinnu. Gerð var viðtalsrannsókn þar sem sjónum var beint að því hvort hún væri líkleg til að skila árangri í náttúrufræðikennslu. Rannsóknin er byggð á hálfopnum einstaklingsviðtölum við sex kennara; fjóra sem hafa kynnt sér læsisfimmuna vel og notað í kennslu sinni og tvo náttúrufræðikennara sem þekkja aðeins til aðferðarinnar. Þeir fyrrnefndu kenna á yngsta- og miðstigi grunnskóla og eiga það sameiginlegt að kenna nemendum sínum flest allar bóklegar greinar. Spurt var um viðhorf þeirra gagnvart aðferðinni og hvernig þeir vinna með skipulag læsisfimmunnar í kennslu. Þá var sjónum beint sérstaklega að náttúrufræðikennslu og hvort eða hvernig þeir nota aðferðina þar. Þeir síðarnefndu kenna náttúrugreinar á elsta stigi grunnskóla og annar þeirra kennir einnig náttúrugreinar á miðstigi. Kannað var hvaða aðferðir þeir nota til að stuðla að læsi nemenda á náttúrufræðitexta og hvort eða hvernig þeir gætu hugsað sér að nýta aðferðir læsisfimmunnar. Niðurstöður varpa ljósi á helstu kosti og galla þess að nota læsisfimmuna í náttúrufræðikennslu að mati þátttakenda. Allir þátttakendur voru sammála því að hægt væri að nota læsisfimmuna til að efla læsi nemenda í náttúrugreinum. Hins vegar töldu flestir að það væri ekki hægt að nota hana eingöngu og það þyrfti að aðlaga aðferðina betur að náttúrugreinum.
The results from PISA 2018 indicate that science literacy s of Icelandic students has decreased in recent years. Research in this country shows, however, that students’ attitudes towards science are positive and, in their opinion, students feel they receive good support from teachers. On the other hand, they find the teaching to be rather teacher-led and traditional. This qualitative study discusses whether and how the teaching method of the daily five can contribute to better results in science literacy. The daily five is a teaching method in literacy that is based on a democratic environment and student independence and is divided into five tasks: read to self, read to someone, listen to reading, work on writing and word work. This thesis uses semi-open interviews to investigate whether the daily five can increase literacy in the sciences. The interviews were done with six teachers, four who are well acquainted with the method and use it in their teaching and two science teachers who are familiar with the method but do not use it extensively. The former teach theoretical subjects at the lower and middle levels of primary school. They were asked about their views towards the method and how they use it in their teaching. Particular attention was paid to science teaching and whether or how they use the method there. The latter teach science at the oldest level of primary school and one of them also teaches science at the middle level. Their current methods for teaching science literacy were investigated along with whether and how the daily five could also be used. The results shed light on the main advantages and disadvantages of using the daily five in science teaching according to the participants. All participants agreed that the daily five could be used to enhance students’ literacy in science. However, most participants felt that it could not be used alone and that the method needed to be better adapted to science teaching.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirlýsing - Maríanna_Sigurbjargardóttir.pdf | 179,87 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Lokaskjal-Maríanna_Sigurbjargardóttir.pdf | 816,82 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |