Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37660
Í þessu lokaverkefni verður fjallað um hvaða stuðningur býðst kennurum á yngsta stigi í grunnskólum Fjarðabyggðar svo þeir nái að vinna eftir núgildandi menntastefnu menntun án aðgreiningar. Stuðst verður við skýrslu frá Evrópumiðstöð um skóla án aðgreiningar og sérþarfir en þar er fjallað um hvaða stuðningur er veittur kennurum til að fara eftir menntun án aðgreiningar. Einnig verður stuðst við núgildandi lög og reglugerðir. Tilgangur rannsóknarinnar er að kortleggja hvernig kennarar yngstu bekkja í Fjarðabyggð eru studdir til að fara eftir lögfestri menntastefnu um menntun án aðgreiningar í sínu daglega starfi. Tekin voru eigindleg viðtöl við þrjá umsjónarkennara á yngsta stigi til að fá fram viðhorf þeirra til þess stuðnings sem þeim býðst, hvernig hann nýtist þeim og hvað mætti bæta. Rannsóknarspurningin sem lögð var til grundvallar er: Hvernig eru kennarar í yngstu bekkjum í grunnskólum Fjarðabyggðar studdir til að stuðla að menntun fyrir alla í daglegu starfi?
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16 copy.pdf | 936.23 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Lokaverkefni Lokaútgáfa skemman.pdf | 526.44 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |