is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37661

Titill: 
  • Lestur og stærðfræði : notkun barnabóka í stærðfræðikennslu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmiðið í þessari greinargerð er að sýna fram á kosti þess að kennarar geti samþætt stærðfræði og lestur í stærðfræðikennslu barna á yngsta stigi grunnskóla. Börn þekkja barnabækur og hafa gaman af þeim. Því tel ég að með því að innleiða notkun barnabóka við stærðfræðikennslu geti það aukið áhuga barna á stærðfræði ásamt því að gera kennsluna skilvirkari með samþættingu á tveimur námsgreinum. Aukinn áhugi barna á náminu getur skapað meiri ánægju í námi og eru barnabækur því góð leið til að samþætta lestur inn í fleiri fög en einungis íslensku og auka þannig áhuga jafnt sem ánægju barna. Það er því tilvalið að nota barnabækur meira í stærðfræðinámi hjá yngri kynslóðum þar sem mikilvægt er að kenna stærðfræði á fjölbreyttan hátt í gegnum lifandi viðfangsefni. Þannig geta börn nýtt sína þekkingu og skilið betur það sem þau eru að fást við. Ég skoðaði ýmsar kennslubækur og sá að þar eru mörg tækifæri til að tengja skáldsögur við stærðfræðilegt inntak þeirra. Ég ákvaða því að skrifa barnabók sem ég ætla að nýta mér í starfi og skrifaði ég greinagerð um hana. Í lok greinargerðarinnar mun ég fjalla um hvernig kenna má stærðfræði í gegnum lestur á barnabókum, á yngsta stigi grunnskóla, með því að uppfylla hæfnimarkmið Aðalnámskrár grunnskóla (2013). Ég vona að þetta verkefni nýtist kennurum á yngsta stigi grunnskóla.

Samþykkt: 
  • 22.2.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37661


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
10622_Monika_Jónsdóttir_Notkun_barnabóka_í_stærðfræðikennslu_171833_264229289.pdf397,25 kBLokaður til...01.01.2090HeildartextiPDF
yfirlysing_MJ.pdf56,44 kBLokaðurYfirlýsingPDF