is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37662

Titill: 
  • Greinargerð með stærðfræðispili : stærðfræðispilið 3,14
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Stærðfræði er námsgrein sem við komum öll einhvern tímann að í lífinu. Hún er eitt helsta áhugamál höfundarins en af reynslu telur hún að ekki séu margir á sömu skoðun. Því var það strax í upphafi námsins sem höfundur ákvað að lokaverkefnið til B.Ed. prófs skyldi vera eitthvað sem myndi hjálpa við að vekja áhuga annarra á stærðfræði. Borðspilið sem þessi greinargerð fjallar um er smíðað í þeim tilgangi að kenna nemendum á unglingastigi stærðfræði á skemmtilegan, hvetjandi og örvandi máta. Spilið er einnig hannað til að það sé auðvelt fyrir hvaða kennara sem er að hrista upp í kennsluaðferðum sínum á auðveldan hátt þar sem spilið er tengt markmiðum aðalnámskrár grunnskóla (2013), þá ekki einungis í stærðfræði heldur einnig lykilhæfni. Í þessari greinargerð verður því útskýrt hve mikilvæg námsspil eru sem kennsluaðferð, með lærdóm í gegnum leik í huga, ásamt því að fjalla um mikilvægi stærðfræði, ekki einungis í augum fræðimanna heldur einnig kennara og nemenda.

Samþykkt: 
  • 22.2.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37662


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heildartexti_314_Natalia.pdf7.31 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing_utfyllt.pdf228.81 kBLokaðurYfirlýsingPDF