Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/37663
Síðastliðin ár hefur áhugi íþróttafólks á styrktarþjálfun og ávinning þess að iðka hana samhliða sinni íþrótt aukist til muna. Því miður hefur ekki verið nægilegt upplýsingaflæði til áhugamanna innan þríþrautar um gildi styrktarþjálfunar í gegnum tíðina Mikið af áhugamönnum byrja að æfa fyrir þríþraut án þess að hugsa um líkamlegu og andlegu afleiðingar sem geta stafað af ofþjálfun. Markmið þessara ritgerðar er að koma skilaboðum sem þarf til áhugamann þríþrautar, og geta veitt þeim upplýsingar um mikilvægi styrktarþjálfunar samhliða þríþraut.
Leitað var að greinum inn á PubMed, leitir. is, ProQuest, ResearchGate og Google Scholar. Einnig voru margar þríþrauta og styrktarþjálfunar bækur lesnar til að afla upplýsinga fyrir þessa ritgerð.
Samkvæmt niðurstöðum sem fengnar voru fyrir þessa ritgerð, kom í ljós að styrktarþjálfun hefur grífurlegan ávinning fyrir þríþrautafólk. Sér í lagi út af því álagi og þeim miklu líkamlegu kröfum sem þríþraut krefst af íþróttafólki.
Einstaklingar þurfa að vera vel undirbúnir fyrir átökin í hverri keppni og er undirbúningur mikilvægur, og þar kemur styrktarþjálfun sterkt inn. Styrktarþjálfun getur hjálpað til við að auka vöðva styrk, byggt upp loftháð- og loftfirrta getu. Að auki getur hún hjálpað til við að byggja upp góða líkamstöðu sem er mikilvæg fyrir þríþraut.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
LOKASKIL- Bs ritgerð- Neníta.pdf | 376,78 kB | Open | Complete Text | View/Open | |
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf | 57,03 kB | Locked | Declaration of Access |